is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38980

Titill: 
 • Hversdagssafnið : um virði hversdagsins í menningararfinum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þó að allar okkar lífsins sögur um daglegt amstur í gleði og sorg gerist í hversdeginum hefur honum lítill gaumur verið gefinn og hann lengst af verið undirskipaður í opinberu rými í safnasamfélaginu og menningararfinum. Hversdagssafnið á Ísafirði er eins konar andsvar við þessu. Það er óhefðbundið safn sem setur í brennidepil sögur venjulegs fólks úr hversdagsleikanum. Í þessari ritgerð er fjallað um birtingu hversdagsleikans á safninu og hvers virði það er að varpa ljósi á hið hversdagslega í menningararfinum. Skoðað er hvaða áhrif undirskipun hversdagsleikanum í menningararfinum hefur og hver framsetning hans er á Hversdagssafninu.
  Það er mikilvægt að skoða skilgreiningar og framsetningu menningararfs. Hvert samfélag er skapað af öllum manneskjum sem byggja það og þegar fyrirbæri eins og menningararfur felur ekki í sér menningu allra þá getur það skilið stóran hluta út undan á jaðrinum, nánast ósýnilegan. Þannig eru samfélagshópar og fólkið sem þá myndar útilokað í stað þess að það finni að það tilheyri. Með því að fela hið hversdagslega er á sama tíma verið að draga fjöður yfir störf kvenna og almúgafólks. Hversdagssafnið hefur mögulega fundið leið til að safna og miðla menningu á þann hátt að gestir geti komist að hjarta svæðisins, tengi og skilji menningu þess betur

 • Útdráttur er á ensku

  Although all of us have stories to tell about the joys and sorrows that occur in our everyday lives, little attention has been paid to them thus far. Indeed, the subject is widely neglected in the public spaces of our collective society and cultural heritage. The Museum of Everyday Life in Ísafjörður (Hversdagssafnið) offers a solution. This unconventional museum puts these everyday stories of ordinary people into the spotlight. This essay discusses the stories of everyday happenings that are disclosed in the museum‘s collection and the value to our cultural heritage of unveiling the ordinary. It will examine how our cultural heritage is affected by the neglect of our everyday stories and how this is expressed in the Museum of Everyday Life.
  It is important to consider how our cultural heritage is defined and presented. Every community is shaped by all of the people who inhabit it, and when a phenomenon such as cultural heritage does not encompass the culture of everyone, it excludes a large portion of the population, making them virtually invisible. Thus, entire social groups and their members are excluded, instead of giving them a sense of belonging. Overlooking the mundane means not appreciating the work of women and the common folk. The Museum of Everyday Life has just possibly found a way to culturally assemble and share this in such a unique way that allows its visitors to see straight into the heart of the region, to connect with it and truly understand tscultural heritage.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38980


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HversdagssafniðáÍsafirði.pdf406.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna