Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38983
Markmið þessa verkefnis var að kanna hvernig ferðalögum Íslendinga var háttað árið 2020, hvernig upplifun þeirra var af ferðalögum þeirra innanlands og hvort COVID-19 hafi haft áhrif á ferðahug Íslendinga eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem rafrænum spurningalista var deilt í gegnum auglýsingakerfi Facebook. Alls bárust 901 nothæft svar og voru niðurstöður rannsóknarinnar settar fram með lýsandi tölfræði.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heilt yfir ferðuðust Íslendingar meira innanlands árið 2020 heldur en þeir gerðu árið 2019. Almennt voru svarendur ánægðir með ferðalög sín um Ísland og þá þjónustu og innviði sem þeir nýttu sér. Það sést bersýnilega í því að meðmælaskor svarenda var 73,5 stig ásamt þeirri staðreynd að tæp 90% svarenda stefnir á frekari ferðalög innanlands árið 2021. Það er óhætt að segja að fækkun erlendra ferðamanna árið 2020 hafi haft mikil áhrif á upplifun Íslendinga á ferðalagi þeirra innanlands. Svarendur fengu tækifæri til þess að skoða vinsæla ferðamannastaði án troðnings og upplifðu sig oftar en ekki líkt og þeir væru einir í heiminum. Upplifun svarenda sýnir jafnframt að þeir telja að ferðaþjónustuaðilar hafi ekki verið alveg tilbúnir til þess að taka á móti Íslendingum sumarið 2020 þar sem erfitt reyndist að fá upplýsingar á íslensku um þjónustuna og mikið um að starfsmenn töluðu ekki íslensku. Niðurstöður gefa þó einnig til kynna að Íslendingar séu ekki vanir að ferðast um landið sem ferðamenn.
COVID-19 hefur ekki dregið að öllu leyti úr ferðahug Íslendinga á erlendar slóðir, þar sem liðlega 30% svarenda áætlar að ferðast til útlanda innan árs eftir að höft á landamærum verða afnumin. Þrátt fyrir það telja um 84% svarenda líklegt að þeir muni viðhalda persónubundnum sóttvörnum á ferðalögum sínum og jafnfram telja 67% svarenda líklegt að þeir muni forðast mannfjölda á ferðalögum sínum erlendis.
The aim of this project was to research how Icelanders traveled in the year 2020, how they experienced their travels within Iceland and whether COVID-19 has influenced Icelanders´ travel intentions after the end of the pandemic. A quantitative research was conducted where an electronice questionnaire was shared through Facebooks´s advertising system. A total of 901 responses were received and the results of the study were presented with descriptive statistics. The main results of the study show that Icelanders traveled more domestically in the year 2020 than they did in 2019. Overall, respondents were satisfied with their travels around Iceland and the services and infrastructure they used during their travels. This can be seen, among other things, in the fact that the respondents´ recommendation score (NPS score) was 73,5 points and almost 90% of the respondents aim for further domestic travel in the year 2021. It is safe to say that the decrease in foreign tourists in Iceland has had a major impact on the respondents experience. Respondents got the opportunity to explore popular tourist destinations without feeling crowded and more often than not, they felt like they were alone in the world. The respondents´ experience also shows that they believe that tourism operators were not prepared to welcome Icelanders in the summer of 2020, as it proved difficult to obtain information about the tourism industry and a lot of employees did not speak Icelandic. The results show that COVID-19 has not completely reduced Icelanders´ interest in traveling abroad, but around 30% of respondents plan to travel abroad within a year after border restrictions are lifted. Despite this, about 84% of respondents think it is likely that they will maintain personal infection control during their travels and 67% of respondents think it is likely that they will avoid crowds on their travels abroad.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
meistararitgerð_loka.pdf | 1,35 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |