is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38985

Titill: 
 • Endurhæfing í heimahúsi : árangur og árangursmat með mælitækinu WHODAS 2.0
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Endurhæfing í heimahúsi er nýlegt þjónustuúrræði fyrir aldraða á Íslandi. Markmiðið er að auka færni og þátttöku skjólstæðinga með tímabundinni, einstaklingsmiðaðri endurhæfingu í umsjón þverfaglegs teymis. WHODAS 2.0 (sjálfsmatskvarði) mælir færni og fötlun og gefur 0-100 stig á heildarkvarða og sex undirkvörðum, þar sem færri stig þýða meiri færni
  Markmið: Að kanna breytingar á færni fólks við endurhæfingu í heimahúsi með WHODAS 2.0 og bera þær saman við niðurstöður annarra mælinga á færni.
  Aðferð: Framskyggn, lýsandi rannsókn. Hentugleikaúrtak meðal þeirra sem
  hófu endurhæfingu í heimahúsi síðustu fjóra mánuði áranna 2019 og 2020.
  Valviðmið voru að viðkomandi þyrfti endurhæfingarheimsókn oftar en einu
  sinni, talaði íslensku og gæti svarað spurningalista. WHODAS 2.0 var lagt fyrir í fyrstu og síðustu heimsókn. Einnig voru skráðar upplýsingar um bakgrunn, markmið, þjónustuþörf og niðurstöður úr COPM (The Canadian Occupational Perfomance Measure).
  Niðurstöður : Af 123 manns samþykktu 85 (69%) þátttöku og svöruðu
  WHODAS 2.0 í upphafi, en 70 (74% konur) svöruðu aftur við útskrift (18%
  brottfall). Meðalaldur var 79,6 (± 9,8) ár. Við útskrift voru 61% þátttakenda sjálfbjarga en 38% þurftu áfram þjónustu. Meðaltal heildarstiga á WHODAS 2.0 var í upphafi 47,7 (± 15,6) stig, en 37,4 (± 15,9) stig eftir endurhæfinguna (p<0,001). Framfarir mældust á öllum undirkvörðum nema kvarðanum dagleg störf (p = 0,07). Einnig mældist munur milli þeirra sem útskrifuðust sjálfbjarga og þeirra sem þurftu áframhaldandi þjónustu bæði á WHODAS í heild (p=0,003) og þremur undirkvörðum (p<0.05). Sjálfsmat með COPM hækkaði bæði fyrir frammistöðu og ánægju. Ekki reyndist fylgni milli breytinga á stigum
  WHODAS 2.0 og COPM.
  Ályktanir: Færni þátttakenda jókst sem bendir til að endurhæfing í heimahúsi skili árangri. Niðurstöður WHODAS 2.0 sýna skýrt framfarir eftir endurhæfingu og endurspegla muninn milli þeirra er verða sjálfbjarga og þeirra sem þurfa áframhaldandi þjónustu. Innleiðing WHODAS 2.0 innan endurhæfingarinnar gæti eflt árangursmat og gefið ítarlegri upplýsingar um heilsufar þeirra sem fá slíka þjónustu.
  Lykilorð: Endurhæfing í heimahúsi, eldri borgarar, árangursmat, COPM,
  WHODAS 2.0

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Reablement is a recent client-centred team-based rehabilitation
  service for the elderly in Iceland, aiming to increase their activity and
  participation. WHODAS 2.0 is a self-administered questionnaire that measures
  health and disability with a summary score and six subscales from 1-100, lower
  numbers indicate less disability.
  Purpose: To measure changes in health and disability with WHODAS 2.0 during
  reablement and compare these changes with changes in the evaluation tools
  currently used, i.e., COPM (The Canadian Occupational Performance Measure)
  and clinical evaluation of independence.
  Methods: A prospective descriptive study with a convenience sample of
  people enrolled in reablement from September to December in 2019 and
  2020. Inclusion criteria were to require more than one reablement visit, speak
  Icelandic and be able to fill in a questionnaire. WHODAS 2.0 was filled in at
  admittance and discharge. Background information, goals, and clinical
  outcome measures were registered.
  Results: Of 123 eligible clients, 85 (69%) agreed to participate, whereof 70
  participants (18% drop-out) filled in the WHODAS 2.0 questionnaire both at
  enrolment and discharge. Mean age was 79.6 (± 9.8) years and 74% were
  women. At discharge 61% of participants were independent, but 38% needed
  continued home service. WHODAS 2.0 total score was 47.7 (± 15.6) at
  enrolment, but 3.4 (± 15.9) at discharge (p<0,001). Improvement was seen in
  all subscales except life activities (p = 0.07). The total score (p = 0.003) and
  three subscale scores (p< 0.05) were higher at discharge for those who
  reached independence than those who did not. COPM scores (performance
  and satisfaction) increased significantly but the changes in WHODAS and
  COPM scores did not correlate.
  Conclusions: Participants’ performance and independence improves during
  reablement, indicating its effectiveness. WHODAS 2.0 clearly reveals health
  improvements during reablement and distinguishes between those who are
  independent or not at discharge. Implementation of WHODAS 2.0 could
  enhance assessment in reablement and add valuable information about the
  clients’ health.
  Key words: Reablement, older adults, evaluation, COPM, WHODAS 2.0

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.08.2025.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38985


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásbjörg Meistaraverkefni - Endurhæfing í heimahús og WHODAS 2.0.pdf1.41 MBLokaður til...01.08.2025HeildartextiPDF