is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38986

Titill: 
 • Innleiðing gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri : viðhorfsrannsókn og samantekt á innleiðingarferli
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Innleiðing gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu á Sjúkrahúsinu á Akureyri: Viðhorfsrannsókn og samantekt á innleiðingarferli.
  Bakgrunnur og tilgangur: Rannsóknir sýna að hægt er að fyrirbyggja um 50% mistaka í svæfingum og skurðaðgerðum. Við þróun öryggisstaðla í svæfingum hefur meðal annars verið horft til jákvæðrar reynslu annarra starfsgreina á notkun gátlista í bráðatilfellum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna sem starfa á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) til notkunar gátlista við störf sín.
  Aðferð: Megindlegt rannsóknarsnið framsýnnar, lýsandi samanburðarrannsóknar var notað. Gátlistar sem höfðu verið þýddir og innleiddir á Landspítala voru staðfærðir að notkun á SAk. Innleiðing gátlista var rafræn og var stuðst við fyrstu tvö af fjórum þrepum innleiðingarferlis. Þýðið innihélt alla hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna sem störfuðu á skurðstofum SAk og var úrtakið allt þýðið. Spurningalistinn var lagður fyrir tvisvar, fyrir og eftir innleiðingu Gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 87% (N=41) á tíma 1 (T1) og 67% (N=31) á tíma 2 (T2). Niðurstöður sýndu að viðhorf þátttakenda var almennt jákvætt til notkunar gátlista á skurðstofum og taldi meirihluti þeirra að gátlistar myndu nýtast við venjubundnar aðstæður og í bráðatilfellum. Meirihluti þátttakenda svaraði að þeir treystu sér til að framkvæma störf sín án notkunar gátlista. Í samanburði með pöruðu t-prófi kom fram að færri þátttakendur treystu sér til að framkvæma verk sín í bráðatilfellum án gátlista eftir innleiðingu hans heldur en fyrir (t(27)=-2,521; p=0,02).
  Ályktanir: Niðurstöður benda til að þátttakendur sjái tilgang með notkun Gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu í bráðatilfellum. Jákvætt viðhorf þátttakenda gefur einnig tilefni til væntinga um árangursríka innleiðingu Gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu, að starfsemi SAk.
  Lykilorð: Gátlistar í bráðatilfellum; bráðameðferð í svæfingu; öryggisstaðlar, öryggisgátlisti WHO fyrir skurðstofur; innleiðingarvísindi, viðhorfskönnun, megindlegt rannsóknarsnið, lýsandi samanburðarrannsókn, óháð t-próf, parað t-próf.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Implementation of checklists for crisis situations in operating rooms in Akureyri Hospital: A survey and summary of the implementation process.
  Background and aim: Research shows that about 50% of mistakes in anesthesia and surgery are preventable. When developing safety standards in anesthesia, positive experience in use of checklists in crisis situations in other fields has been taken into account. The aim of this research was to explore the attitude of nurses and consultant physicians working in the operating rooms of Akureyri Hospital (SAk), towards using checklists in their work.
  Method: A quantitative, prospective, descriptive, and comparative research. Checklists for crisis situations already translated to Icelandic and implemented in Landspitali, were adjusted for use in SAk. The implementation of the crisis checklists was electronic and relied on the first two steps out of four in implementation protocol. The study population was nurses and consultant physicians working in SAk´s operating rooms and the sample was the population. The questionnaire was answered two times, before and after implementation of the crisis checklists.
  Results: The response rate was 87% (N=41) on time 1 (T1) and 67% (N=31) on time 2 (T2). According to the results, the attitude of participants towards using checklists in surgical rooms was generally positive and most participants said that checklists can be of use, both in routine work and in crisis situations. Nevertheless, majority of participants answered that they are able to perform their work, without use of checklists. A dependent t-test revealed that after the implementation of the new checklists, not as many felt confident in performing their work in crisis situations without using checklists as they did before (t(27)=-2,521; p=0,02).
  Conclusions: The results suggest that participants see purpose in using the new checklists for crisis situations. The positive attitude towards the new checklists also gives a reason to expect an effective implementation of the new checklists in SAk´s operating rooms.
  Keywords: Crisis checklists; emergency manuals; anesthesia crisis management; safety standards, WHO surgical safety checklist; implementation science, attitude survey, quantitative research, descriptive, and comparative research, independent t- test, dependent t-test.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Sjúkrahússins á Akureyri
Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.05.2023.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38986


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Eyrún .pdf1.1 MBLokaður til...31.05.2023HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf97.23 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf167.22 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf581.87 kBLokaður til...31.05.2023PDF