is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38987

Titill: 
 • Áfengis-, lyfja- og vímuefnanotkun íslenskra hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Samkvæmt erlendum rannsóknum eru hjúkrunarfræðingar útsettir fyrir hvers kyns vímuefnavanda vegna starfsumhverfis, álags, streitu og vaktavinnu. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta umfang notkunar og misnotkunar á áfengi-, vímuefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga og skoða tengsl þess við vaktavinnu, svefn, streitu og álag.
  Aðferð: Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og notast var við hentugleikaúrtak. Rafrænn spurningalisti var sendur á alla starfandi hjúkrunarfræðinga í FÍH og tóku 835 þeirra þátt. Gagnasöfnun fór fram haustið 2020. Spurningalistinn innihélt spurningar sem skoðuðu áfengis-, lyfja- og vímuefnanotkun, ásamt því spyrja um svefn, streitu og álag.
  Niðurstöður: Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar neyta 85% hjúkrunarfræðinga áfengis fjórum sinnum í mánuði eða sjaldnar. Hlutfall þeirra er nota áfengi á skaðlegan hátt er 6,5%. Tæplega 47% hjúkrunarfræðinga hafa notað ávanabindandi lyf, þar af hafa 5,6 % þeirra nálgast lyfin með öðrum leiðum en að hafa fengið þau með lyfseðli en ekki reyndist unnt að taka afstöðu til frekara eðlis misnotkunar á lyfjum vegna lágs svarhlutfalls. Aðeins voru fjórir þátttakendur sem svöruðu því jákvætt að nota vímuefni önnur en áfengi svo sem kannabis, amfetamín, kókaín, MDMA, eða 0.5%. Tæplega helmingur þátttakenda hafði tekið ólyfseðilsskyld lyf úr lyfjaskáp og 11% tekið lyfseðilsskyld lyf. Þrír af hverjum fjórum hjúkrunarfræðingum telja starf sitt valda í meðallagi til mjög mikilli streitu og telja 66% þeirra sem hafa glímt við svefntruflanir síðastliðið ár að starf þeirra hafi áhrif á svefn. Ekki reyndust vera marktækt tengsl milli misnotkunar á áfengi, svefni, streitu, vaktavinnu og álags.
  Ályktanir: Áfengis og vímuefna misnotkun er nokkuð óalgeng meðal hjúkrunarfræðinga á Íslandi. Aðgengi hjúkrunarfræðinga að lyfseðilsskyldum lyfjum er mikið og er nokkuð algengt að hjúkrunarfræðingar taki lyf úr lyfjaskáp, með eða án leyfi yfirmanns. Frekari rannsókna er þörf á þessu sviði en niðurstöðurnar gefa til kynna að þörf er fyrir sérhæfð úrræði fyrir vanda af þessum toga.
  Lykilorð: hjúkrunarfræðingar, notkun, áfengi, lyfseðilsskyld lyf, streita, álag, lýsandi þversniðsrannsókn

 • Útdráttur er á ensku

  English Summary - Substance use among Icelandic nurses
  Aim: The purpose of this study was to assess the extent of alcohol, drug and prescription drug use and abuse among Icelandic nurses and to examine if there is a relationship with shift work, sleep, stress and occupational load.
  Method: The study was a non-interventional cross-sectional study. An electronic questionnaire was sent to all working nurses at the Association of Icelandic nurses and 835 of them participated. Data collection took place in the autumn of 2020. The questionnaire measured alcohol, prescription drug, and drug use as well as including questions about sleep, stress and occupational load.
  Results: According to the results of this study 85% of the nurses consumed alcohol four times a month or less. The proportion of those who used alcohol in a harmful way was 6.5%. Almost 47% of the nurses have used addictive prescription type drugs, almost half had taken non-prescription drugs from a medicine cabinet, and 11% had taken prescription drugs. Only four particpants stated they were using recreational drugs like cannabis, amphetamine, cocaine, and MDMA, or 0.5%. It was not possible to examine the nature of drug abuse further due to a low response rate. Three out of four nurses considered their work to be moderately stressful and 66% of those who have struggled with sleep disorders in the last year believe that their work affects sleep. There was no significant association between alcohol abuse and sleep, stress, shift work and stress.
  Conclusions: Alcohol use is relatively uncommon among Icelandic nurses. Nurses' access to prescription drugs is easy and it is quite common for nurses to take medications from a medicine cabinet, with or without a supervisor's permission. Further research is needed, but the study brings to light the need for specialized treatment resources for nurses that are experiencing substance use related problems.
  Key words: Nurses, substance use, alcohol, prescription drugs, stress, occupational load, non-interventional cross-sectional research

Styrktaraðili: 
 • FÍH veitti styrk við gerð verkefnisins.
Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.06.2022.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð LDB LOKA.pdf689.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna