Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38989
Bakgrunnur: Fjölþátta lífsstílsmeðferð er mikilvægur þáttur meðferðar við offitu.
Markmið: Að rannsaka áhrif lífsstílsmeðferðar við offitu á þyngd, líkamsþyngdarstuðul, heilsutengd lífsgæði og andlega líðan þátttakenda fram að þriggja ára eftirfylgd og hvort munur væri á milli þeirra sem fóru í magaminnkunaraðgerð og þeirra sem fóru ekki í magaminnkunaraðgerð eftir upphaf lífsstílsmeðferðarinnar.
Aðferð: Afturskyggn, lýsandi rannsókn. Þátttakendur voru þeir sem hófu lífsstílsmeðferð við offitu á endurhæfingardeild Kristnesspítala á árunum 2005-2014. Upplýsingum um þyngd, heilsutengd lífsgæði, þunglyndis- og kvíðaeinkenni og magaminnkunaraðgerð var safnað úr sjúkraskrám við upphaf meðferðar, eftir fimm vikna meðferð og við þriggja mánaða, eins-, tveggja- og þriggja ára eftirfylgd. Þunglyndis- og kvíðaeinkenni voru mæld með Hospital Anxiety and Depression Scale og heilsutengd lífsgæði með HL-prófinu.
Niðurstöður: Alls fengust niðurstöður fyrir 285 þátttakendur. Af þeim fóru 107 einnig í magaminnkunaraðgerð á eftirfylgdartímanum. Eftir fimm vikna virka meðferð varð marktækur árangur í öllum mældum þáttum. Þeir sem fóru ekki í aðgerð mældust með meiri heilsutengd lífsgæði og minni kvíða- og þunglyndiseinkenni en við komu út eftirfylgdartímann og héldust einnig léttari en við komu fram að tveggja ára eftirfylgd. Þeir sem náðu ≥5% þyngdartapi í byrjun meðferðar voru léttari en í upphafi út eftirfylgdartímann á meðan hinir voru komnir í upphafsþyngd eftir eitt ár. Þátttakendur sem fóru í magaminnkunaraðgerð eftir lífsstílsmeðferðina náðu viðbótarárangri í öllum þáttum á eftirfylgdartímanum.
Ályktanir: Lífsstílsmeðferð við offitu á Kristnesi hefur góð áhrif á líkamsþyngd, heilsutengd lífsgæði og andlega heilsu. Áhrifanna gætir áfram til að minnsta kosti þriggja ára hvað varðar heilsutengd lífsgæði og andlega heilsu og allt til þriggja ára varðandi þyngdartap. Magaminnkunaraðgerð í kjölfar lífsstílsmeðferðar leiðir til meira þyngdartaps og aukinna jákvæðra breytinga á heilsutengdum lífsgæðum og andlegri heilsu.
Lykilorð: Offita, lífsstílsmeðferð, endurhæfing, magaminnkunaraðgerð, heilsutengd lífsgæði, kvíði, þunglyndi, langtímaárangur, afturskyggn rannsókn, lýsandi rannsókn
Background: Multicomponent lifestyle treatment is a fundamental part of the treatment for obesity.
Objectives: To examine the effects of a multicomponent lifestyle treatment on weight, body mass index, health-related quality of life (HRQoL), and mental health up to three years of follow-up, and whether the effects differed between those who chose to have bariatric surgery (BS) during follow-up and those who didn‘t.
Method: A retrospective clinical study. Data on body weight, HRQoL, anxiety, depression and BS was collected from medical records at baseline, after five-week treatment and at three-month, one-, two-, and three-year follow-up for every participant who was enrolled in a multicomponent lifestyle treatment in a rehabilitation centre in Iceland during 2005-2014. Depression and anxiety were measured with the Hospital Anxiety and Depression Scale and HRQoL with the Icelandic Quality of Life scale.
Results: Follow-up data was available for 285 participants, whereof 107 had BS during follow-up. Participants improved in all outcome variables after five weeks of active treatment. Mean body weight among the participants who didn’t have BS remained lower compared to baseline up to two years, but improvements in HRQoL, anxiety, and depression were still significant at the three-year follow-up. Those who achieved ≥5% weight loss of baseline weight during active treatment weighed less than baseline throughout follow-up, while the others were back to baseline after one year. Those who additionally underwent BS showed additional improvements in all outcomes during follow-up.
Conclusion: The multicomponent lifestyle treatment induces weight-loss as well as improved HRQoL and mental health. Positive effects on HRQoL and mental health are evident for at least three years, and body weight stays below baseline for up to three years of follow-up. BS following lifestyle treatment leads to additional improvements in all outcome variables.
Keywords: Obesity, lifestyle treatment, rehabilitation, bariatric surgery, health-related quality of life, anxiety, depression, long-term effect, observational study, clinical study
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Langtímaárangur lífsstílsmeðferðar við offitu.pdf | 1,12 MB | Lokaður til...26.04.2025 | Heildartexti | ||
Efnisyfirlit.pdf | 184,95 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildir.pdf | 171,93 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |