is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38990

Titill: 
 • ARFURINN : sveigjanlegar útsetningar á íslenskum þjóðlögum fyrir strengjanemendur á grunnstigi
 • Titill er á ensku Heritage : Flexible Arrangements of Icelandic Folksongs for Young String Players
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • ARFURINN er safn sveigjanlegra útsetninga á íslenskum þjóðlögum fyrir strengjanemendur á grunnstigi. Með verkefninu sameinar höfundur þrjú hugðarefni sín, íslenskan þjóðlagaarf, skapandi starf í tónlistarnámi og strengjakennslu.
  Verkefnið á sér langan aðdraganda en höfundur byggir það á eigin kennslureynslu og þeim áhrifum sem hann hefur orðið fyrir sem kennari innanlands og utan síðastliðin 15 ár. Helstu áhrifavaldar við gerð útsetninganna eru aðferð Kodálys og skyldar kennsluaðferðir í hljóðfærakennslu, íslenskar og norrænar þjóðlagaútsetningar og svo viðtöl við kollega höfundar í stétt strengjakennara sem hafa miðlað af reynslu sinni af miklu örlæti.
  Allar útsetningarnar eru byggðar upp á sama hátt; laglína er studd þremur fylgiröddum á mismunandi erfiðleikastigi sem henta allt frá byrjendum til nemenda sem lokið hafa grunnstigi samkvæmt viðmiðum aðalnámskrár. Allar raddir eru skrifaðar út fyrir fiðlu, víólu, selló og kontrabassa. Hver nemandi getur fengið rödd við sitt hæfi og því má nota útsetningarnar með fjölbreyttum nemendahópi. Útsetningarnar ásamt ítarefni, kennsluleiðbeiningum og hljóðskrám eru aðgengilegar á heimasíðu höfundar, www.annahuga.is og er aðgangur notendum að kostnaðarlausu.
  Verkefninu er ætlað að stuðla að varðveislu og miðlun menningararfsins, bæta framboð á námsefni fyrir strengjanemendur á grunnstigi og kynna nemendur og kennara fyrir þeim miklu möguleikum sem felast í íslenskri þjóðlagatónlist.

 • Útdráttur er á ensku

  ARFURINN (HERITAGE) is a collection of flexible arrangements of Icelandic folksongs for young string players. The project combines three interests of the author, Icelandic folk music heritage, creative music teaching and string instrument pedagogy.
  The project has been long in the making. It is based on the author´s 15 years of teaching experience and various influences experienced in Iceland and abroad. The main contributing factors to the arrangements are the Kodály method and related methods in instrumental teaching, Icelandic and Nordic folk music arrangements and interviews with fellow string teachers who have been most generous in sharing their experiences.
  All the arrangements have an identical structure: The melody is supported by three accompanying voices at different levels of difficulty that are suitable for beginners up to students that have completed elementary level examination according to the Icelandic Curriculum of Music Teaching. All voices are written for violin, cello and double bass. Each student is assigned a voice that suits them, and thus the arrangements can be used with a diverse group of students. All arrangements, including additional material, teaching instructions and audio files are available free of charge on the author´s home page; www.annahuga.is.
  The purpose of this project is to promote the preservation and dissemination of Icelandic musical heritage, improve the supply of study material for young string players and introduce students and teachers to the infinite possibilities Icelandic folk music has to offer.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Hugadóttir ARFURINN greinargerð með lokaverkefni.pdf2.05 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna