is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38996

Titill: 
  • Tónlist í skólastarfi : tónlist og söngur sem mikilvægur þáttur í málörvun tví- og fjöltyngdra barna.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraprófsritgerð þessi er fræðileg umfjöllun um tengsl tónlistar við tungumálaúrvinnslu og fleiri þætti er tengjast námi og mannlegu eðli. Fjallað er um fjölgun barna á Íslandi sem hafa íslensku sem annað tungumál og námslega stöðu þeirra. Færð eru rök fyrir því að tónlist og söngur geti haft margvíslega ávinninga þegar kemur að námi, eflt orðaforða og bætt málkunnáttu tvítyngdra barna meðal annars með því að stuðla að aukinni notkun tungumálsins. Jafnframt er hér vísir að starfendarannsókn þar sem prófaðar verða leiðir við að nota tónlist og söng í almennu skólastarfi með aðferðum starfendarannsókna. Niðurstöður benda til þess að tónlist, einkum sönglög geti aukið notkun tungumálsins og að í þeim felist dýrmætt tækifæri til að vinna með það á fjölbreyttan hátt.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis explores the association between music and language processing, cognition, learning in general, and other human nature areas. In recent years there has been a sharp increase of students with Icelandic as a second language in Iceland. With reference to a growing number of studies reporting links between music and linguistic abilities, I purposefully tried out new ways to use music and songs with Icelandic lyrics with bilingual students as a language stimulator and to enhance their vocabulary. Parallel action-based research was performed where I systematically explored my role as a teacher and the process of teaching. The primary purpose of this project was to enhance the use of the Icelandic language among my students. Results indicate that music activities in the classroom can aid language use and that music, songs in particular embody multiple opportunities to enhance language skills and vocabulary in bilingual students.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38996


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Art.Ed. Lokaverkefni.pdf621.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna