Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38997
Þegar komið var fram á 20. öld var engin skólaskylda á Íslandi. Fram að því áttu börn að læra að lesa, skrifa og reikna á heimilum sínum. Prestar höfðu eftirlit með kennslunni og var skólakerfið veraldlegt. Fræðslulögin 1907 mörkuðu tímamót í menntun Íslendinga. Þá var í lög sett að öll börn skyldu ganga í skóla á aldrinum 10-14 ára. Misjafnt var á milli hreppa hvernig skólahaldi var háttað og hversu vel þeir voru tilbúnir fyrir lagasetninguna. Í Eyjafirði, líkt og annars staðar, sóttu flest börn annað hvort fasta skóla eða farskóla. Í þessu verki verður stiklað á stóru í skólamálum Íslendinga fram til fræðslulaganna 1907. Þá skal sjónum beint að því hvernig skólahald var í Eyjafirði á fyrstu árum skólaskyldu. Athugað var hvernig skólahald þróaðist í einstaka hreppum Eyjafjarðar og hvernig kennslu var háttað. Áhersla var lögð á að athuga hvaða námsgreinar voru kenndar í skólunum. Niðurstöður eru þær að á tímabilinu 1908-1920 voru fjögur skólahéruð í Eyjafirði og níu fræðsluhéruð. Í skólahéruðunum störfuðu fastir skólar, auk farskóla sumstaðar, en í fræðsluhéruðunum voru aðeins farskólar. Í Saurbæjarhreppi, Öngulsstaðahreppi og Öxnadalshreppi féll opinbert skólahald niður um tíma, einn vetur í senn. Í mörgum farskólum voru kenndar fleiri námsgreinar en lög gerðu ráð fyrir. Sú aukanámsgrein sem kennd var í flestum skólum var söngur. Saga var lögboðin grein í föstum skólum en ekki í farskólum en engu að síður var hún kennd í mörgum þeirra. Það var með öllu móti hvernig skólahald var í Eyjafirði á þessum árum. Annar áratugur 20. aldar var áratugur áfalla og vitaskuld hefur ekki verið einfalt að vinna að framgangi menntunar hér á landi. Aukin menntun Íslendinga gagnaðist þjóð sem var í sjálfstæðisbaráttu og ætlaði sér að sækja fram.
In the beginning of the 20th century there was no compulsory schooling in Iceland and children were supposed to learn to read, write and do arithmetic at their homes. Priests monitored the teaching and the school system was mostly secular. The Education Act of 1907 marked a milestone in the educational history of Iceland. The act stated that every Icelandic child between the ages of 10-14 should receive compulsory education. How well the country was ready for the act varied from one district to the other, as well as how they managed the operation of their schools. Like in other districts, children in Eyjafjörður went either to set schools or itinerant schools. In this project there will be a short recap of Icelandic education until the Education Act of 1907. Next, we will look at how school operations developed in the individual districts in Eyjafjörður. The emphasis will be on looking into what subjects were taught in the schools. The results are that in the period from 1908-1920 there were four school districts and nine educational districts in Eyjafjörður. In the school districts set schools as well as itinerant schools operated while there were only itinerant schools in the educational districts. In Saurbæjarhreppur, Öngulsstaðahreppur and Öxnadalshreppur official teaching was temporarily cancelled, for one winter in each case. In many itinerant schools more subjects were taught than were required by law. The extra subject not required by law that was taught the most was singing. By law, history was supposed to be taught in set schools but not in itinerant schools. Nonetheless, history was taught in many itinerant schools. School operations in Eyjafjörður varied greatly in these years. The second decade of the 20th century was a decade of shock and trauma and it cannot have been simple to achieve educational progress in Iceland at the time. Increased education of Icelanders was of great importance for a country that was progressing fast and fighting for its independence.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skólahald í Eyjafirði árin 1908-1920.pdf | 442,37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |