is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/390

Titill: 
 • Gagnvirk stærðfræðiforrit : greinargerð um stærðfræðileg smáforrit til kennslu á miðstigi grunnskólans
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi greinargerð er kynning á vefsíðu sem ég gerði sem lokaverkefni til B.Ed. -prófs frá Kennaraháskóla Íslands. Vefsíðan er einskonar vefgátt sem hefur að geyma hlekki yfir á ýmiskonar lítil gagnvirk forrit sem eru ætluð til þess að þjálfa stærðfræðikunnáttu nemenda á miðstigi grunnskólans. Hverju forriti fylgja leiðbeiningar um hvernig skuli nota það ásamt stuttri skýringu á hvernig forritið tengist námsefni grunnskólanna, nánar tiltekið Geislabókunum fjórum.
  Forritin sem ég hef valið til frekari umfjöllunar koma frá fjórum mismunandi vefsíðum þriggja stofnana; The National Council of Teachers of Mathematics, Utah State University og Freudenthal Institute for Science and Mathematics Education.
  Ég hef alltaf haft áhuga á tölvum og tækni og er það ein af ástæðunum fyrir því að ég tók mér þetta verkefni fyrir hendur. Markmið mitt með vefsíðunni er meðal annars að vekja athygli á þessum forritum sem ég tel að séu frábær kennslugögn og mikilvægur hluti af stærðfræðikennslu nútímans. Forritin sem vísað er í voru valin á þeim forsendum að þau kæmu inn á nokkuð marga þætti stærðfræði á miðstigi grunnskóla en jafnframt að þau væru áhugaverð og skemmtileg í notkun. Ég vonast til þess að með því að búa til vef af þessu tagi muni þessi gagnvirku forrit verða aðgengileg fleirum og ef til vill að notkun þeirra muni aukast í stærðfræðikennslu á Íslandi.
  Rétt er að benda á að heimildaskráin sem birtist aftast í þessari greinargerð á bæði við um greinargerðina sjálfa og vefinn.
  Verkefnið er unnið undir umsjón Guðnýjar Helgu Gunnarsdóttur sem einnig átti hugmyndina að verkefninu. Ég vil nota tækifærið og þakka henni fyrir leiðsögnina við lokaverkefnið.

Samþykkt: 
 • 15.8.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf127.59 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Vefur.zip5.3 MBOpinnVefurGNU ZIPSkoða/Opna