Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39000
Í þessu verkefni sem er lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennarafræðum á sviði leikskólakennslu. Markmiðið með þessu verkefni er að skoða hvernig grenndarkennsla birtist í leikskólum hér á landi. Auk þess sem verkefnabanki er lagður fram með það að markmiði að efla grenndarkennslu í leikskólum og gera kennurum og öðru starfsfólki leikskóla auðveldara að vinna með grenndarkennslu. Verkefnabankinn getur nýst í starfi á leikskólum alls staðar á landinu. Verkefnin í verkefnabankanum henta ýmist ákveðnum aldri eða aldursbili eða öllum aldurshópum á leikskólum. Í verkefninu verður fjallað um merkingu hugtakanna grenndarkennsla og grenndarfræði. Fjölbreyttar skilgreiningar á útikennslu verða skoðaðar auk þess sem kafað verður í hvort munur sé á útikennslu og grenndarkennslu. Grenndarkennsla hefur ólíka birtingarmynd í aðalnámskrám leikskóla frá 1999 og 2011 og verður það skoðað nánar í verkefninu. Hefur grenndarkennsla verið lengi innan menntakerfisins? Leitað verður svara við þeirri spurningu. Birting grenndarkennslu í leikskólum verður einnig skoðuð. Kenningar fjögurra fræðimanna verða skoðaðar, þrátt fyrir að þær kenningar tengist ekki allar beint grenndarkennslu tengjast þær menntunarfræðum. Þess vegna tengjast þær öllu námi og þroska barna. Náttúru- og útikennsla hafa einnig áhrif á heilsu og þroska barna, verkefnið sýnir fram á hver þessi áhrif eru.
This project is a final project to B.Ed. degree in pedagogy in the field of kindergarten teaching. The goal with this project is to look at how local studies appears in kindergarten in Iceland. In addition, a project bank is put forward with the goal to improve local studies in kindergarten and make it easier for teachers and other personnel in kindergarten to work with local studies. The project bank can be used in kindergartens all over the country. The projects in the projects bank can be used either for a spesific age or for all ages in kindergartens. The project will discuss the meaning of the concept local studies. Various definitions on outdoor teaching will be viewed and it will be looked at whether there is a difference between outdoor teaching and local studies. Local studies has different manifestation in kindergarten national curriculum from 1999 and 2011 and that will be looked at in this project. Has local studies been in the education system in Iceland for a long time? Answers for that question will be looked at. The appearance of local studies in kindergartens will be looked at. Theories of four scolars will be viewed. Although these theories are not all directly connected to local studies, they are all connected to education. Because of that, they are connected to all studies and development of children. Local studies and outdoor teaching also affect children‘s health and development. The project demonstrates these effects.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Grenndarkennsla í leikskólum .pdf | 603.41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |