is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39006

Titill: 
 • Stærðfræði í leikskóla : innlögn á stærðfræði í gegnum leik leikskólabarna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni í B.Ed.-námi í leikskólakennarafræðum við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Ritgerðin fjallar um stærðfræði í leikskólum og hvernig er hægt að leggja hana inn í gegnum leik leikskólabarna með því að styðjast við skimunarefnið MIO (Matematikken – Individet – Omgivelsene).
  Markmið ritgerðarinnar er að vekja fólk til umhugsunar með hvaða leiðum er hægt að vekja áhuga barna á stærðfræði strax í leikskóla, s.s. með leikföngum og tækni. Með norska skimunarefninu MIO (Matematikken – Individet – Omgivelsene) geta leikskólar auðveldað sér að fylgjast með stærðfræðiþroska hvers barns og fylgst með þeim þáttum innan stærðfræðinnar sem börnin eiga auðvelt eða erfitt með að tileinka sér
  Ritgerðin kemur inn á kenningar Lev Vygotsky og John Dewey um að stærðfræðifærni barnanna sé byggð á fyrri reynslu þeirra. Fjallað er um stærðfræði í leikskóla, hvað aðalnámskrá segir um stærðfræði, hlutverk kennarans og ávinning barnsins þegar kemur að stærðfræðiinnlögn. Farið er ítarlega í þætti MIO-skimunarefnisins og þá stærðfræðiþætti sem efnið leggur áherslu á, en þeir eru þrautalausnir, rúmfræði, talning og fjöldi. Í lokin er fjallað um margs konar námsefni sem styður við stærðfræðiinnlögn í gegnum leik barna.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay is the final assignment for a B.Ed. degree within the Faculty of Education at the University of Akureyri. The essay focuses on how we can teach mathematics through children's play by using the screening method MIO (Matematikken – Individet – Omgivelsene).
  The goal of this essay is that people realize in which ways children can be interested in mathematics right from preschool. With the Norwegian screening material MIO (Matematikken – Individet – Omgivelsene), preschools can make it easier to monitor each child's mathematical development and the aspects of mathematics that children find easy or difficult to learn.
  The essay is based on the theories of Lev Vygotsky and John Dewey on how children's mathematical skills are based on their previous experience. Next is a review of mathematics in preschool, what the National Curriculum Guide for preschools in Iceland and Norway says about mathematics, the role of the teacher and the child's benefits when it comes to mathematics admission. The elements of the MIO screening material and the mathematical elements that the material focuses on are discussed in detail; puzzle solutions, geometry, counting and numbers. Finally, a variety of study materials are discussed that support mathematical admission through children's play.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 31.05.2031.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-bed-Ragnhildur Kristjáns.pdf365.07 kBLokaður til...31.05.2031HeildartextiPDF