en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3900

Title: 
 • Title is in Icelandic Stórfelld brot á 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð ætlar höfundur að fjalla um þjófnaðarbrot, þar eða að segja brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, hér eftir skammstöfuð sem hgl. Nánar tiltekið mun vera fjallað um þá þætti sem valda því að brot gegn ákvæðinu telst stórfellt, og áhrif þessara þátta á viðurlög. Auk þessa verður fjallað um nokkrar ástæður sem orðið geta þess valdandi að refsing fyrir brot þyngist.
  Í fyrstu verður reynt að varpa ljósi á bakgrunn og forsögu ákvæðisins, en ákvæðið hefur breyst nokkuð í áranna rás, auk þess sem viðurlög hafa sömuleiðis þróast í átt til þess sem við þekkjum nú. Margt hefur breyst hvað varðar refsingar, en fyrr á öldum voru refsingar fyrir þjófnaðarbrot oft mjög harðar. Ef þjófnaðarbrot var mjög stórfellt gat refsing fyrir brotið jafnvel numið lífláti.
  Svo mun vera fjallað almennt um refsihækkunarheimildir, og þá í samhengi við stórfelldan þjófnað. Sérstaklega mun svo vera minnst á ítrekun þjófnaðar en þegar um þjófnaðarbrot er að ræða er það mjög gjarnan liður í síbrotastarfsemi og mjög oft um ítrekuð brot að ræða. Nánar verður svo fjallað um samverknað, en samverknaður verkar allajafna til refsiþyngingar fyrir þjófnaðarbrot sem og önnur brot hegningarlaganna.
  Síðan mun vera fjallað um hina sérstöku hækkunarheimild 2. mgr. 244. gr. hgl., en sú málsgrein tiltekur að einhverju leyti hvað teljist vera stórfellt þjófnaðarbrot. Út frá því verður svo fjallað nánar um stórfelld þjófnaðarbrot og verður við það litið til dómaframkvæmdar Hæstaréttar. Af dómaframkvæmd má ráða til hvaða þátta dómarar líta þegar viðurlög eru ákveðin og getur þá haft þýðingu hversu umfangsmikið þjófnaðarbrot er. Stærstum hluta ritgerðarinnar verður varið í skoðun á dómaframkvæmdinni og verða dómar frá 1940 þegar almennu hegningarlögin tóku gildi, til dagsins í dag teknir fyrir. Í fyrstu dómar þar sem brot hefur verið heimfært undir 2. mgr. 244. gr. hgl., svo dómar þar sem ekki hefur verið vísað til 2. mgr. 244. gr. hgl. en Hæstiréttur metur eftir sem áður sem stórfelld. Sést það best af orðalagi þeirra dóma að þjófnaðarbrotin eru talin stórfelld. Að endingu svo teknir fyrir dómar þar sem sérstaklega hefur verið minnst á að verðmæti þýfis sé mikið. Í þeim dómum hefur verið tekið tillit til mikils verðmætis þýfis við ákvörðun refsingar og hefur það þyngingaráhrif fyrir hina brotlegu. Má ráða af hinu sérstaka tilliti sem tekið er til verðmætis þýfis að þjófnaðarbrotin eru metin sem stórfelld þó af orðalagi textans sjálfs megi ekki lesa að brotin sem slík séu stórfelld.

Accepted: 
 • Jun 6, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3900


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Inga_Birna_meginm_fixed.pdf283.96 kBOpenMeginmálPDFView/Open
Inga_Birna_forsida.pdf53.79 kBOpenForsíðaPDFView/Open