is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39010

Titill: 
  • Á tímum lífbyltingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mörkin eru að verða óskýrari á milli þess sem er manngert og þess sem er af náttúrunnar hendi. Í ritgerðinni er fjallað um hvaða áhrif lífbyltingin (e. bio revolution) er að hafa á arkitektúr með tilliti til byggingarefna og –tækni. Vangaveltur eru bornar upp um hver ábyrgð og siðferðisleg skylda mannkyns er gagnvart jarðlægum auðlindum því ljóst er að byggingarefni frá tímum iðnbyltingarinnar hefur haft slæm áhrif á lýðheilsu manna og vistkerfi jarðar. Áhersla er lögð á fjölbreytni í ritgerðinni þar sem dregin eru upp viðfangsefni sem tengjast stefnunni og gefin dæmi um verkefni, hönnuði og fyrirtæki. Einnig er farið yfir einkenni lífhönnunar og –arkitektúrs og mikilvægi þverfaglegra rannsókna. Aðal innblástur ritgerðarinnar er fenginn úr bókinni Bio Design eftir William Myers. Aðrar heimildir eru fengnar frá bókum, vefsíðum, rannsóknarritgerðum og einni kvikmynd.
    Ljóst er að til þess að komast lífs af verðum við að taka ákvarðanir út frá þolmörkum náttúrunnar. Þegar hefur verið brugðist við þróun loftslagsbreytinga með vistvænum aðgerðum á borð við yfirlýsingum og vottunarkerfum sem stuðla að lýðheilsu og velferð vistkerfa. Þó vantar uppá hvatningu frá stjórnvöldum í formi styrkja eða kolefnisskatta til þess að fá fyrirtæki til að taka skref í átt að umhverfisvænum iðnaði. Aðferðafræði lífhönnunar og –arkitektúrs, sem gengur út á að sækja fyrirmyndir í líffræðilega ferla, virkar heilbrigð leið að því hvernig má endurhugsa framleiðsluferli byggingarefna og tækni bygginga. Þar er áhersla lögð á lífvænleg efni og skilvirka orkugjafa og –nýtingu. Með hliðsjón af heilbrigðum vistkerfum virðist lykillinn að heilbrigðri menningu byggingarefna liggja í fjölbreyttu úrvali byggingarefna sem hafa verið framleidd og hönnuð út frá sjálfærum og umhverfisvænum stöðlum.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arís Eva Vilhelmsdóttir_ritgerd.BA_2020.pdf666.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna