Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39012
Stígur leiðir okkur niður hæð þar sem Esjan og bláminn ríkja. Konur standa þar saman í hring. Undan fótum þeirra myndast torg og við jaðar þess rísa byggingar. Út frá torginu ganga stígar í vestur og austurátt þar sem híbýli þeirra standa þrjú og þrjú saman í knippi. Þær bera allar þung áföll og stríða við langvarandi fíkniefnavanda. Staðurinn er þeirra til að byggja sig upp og valdefla í gegnum einstaklingsbundna þerapíu, hreyfingu, iðju og menntun. Eftir annríkan dag ganga þær heim þar sem þær deila fjórar saman einu heimili. Heimili sem býður upp á sveigjanlegt persónulegt rými og kyrrð.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Arís_Hönnunagreining_Annríki_25.05.21.pdf | 21,04 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |