Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39016
Arkitektar standa frammi fyrir loftslagshörmungum sem þeir hefur lagt sína hönd í að efla. Heimurinn hefur vaknað fyrir þeim ógnarlegu viðvörunum sem IPCC leggur fram í skýrslum sínum og arkitektaheimurinn hefur brugðist við þeim með ýmiskonar markmiðum og sjálfbærnisstöðlum. En eru þessar aðgerðir að ávarpa vandann á fullnægjandi hátt? Eða eru þessi markmið ofin út úr hugmyndafræðilegu samhengi sem gerir þeim ókleift að ávarpa raunverulegar hindranir að byggðu umhverfi sem heldur okkur undir +1.5° hlýnun? Í þessari ritgerð mun ég kann þær leiðir sem arkitektúr hyggst nota í baráttunni við loftslagsbreytingar og aðrar mögulegar leiðir til þess að takast á við vandann. Markmiðið er að komast að því hvort arkitektar séu að ávarpa ógnina á rökréttan hátt eða hvort það séu ónefndar hindranir sem valda því að það sé ómögulegt fyrir arkitektúr að verða raunverulega umhverfisvænn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Arnar Skarphedinsson_ritgerdBA_2020.pdf | 506,82 kB | Lokaður | Heildartexti |