is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39019

Titill: 
  • Myndræn þróun fönísks stafrófs í latneskt og arabískt stafróf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Latneskt og arabískt stafróf eru að mörgu leyti ólík ritmál en þau eiga það þó sameiginlegt að vera komin af föníska stafrófinu, sem notað var í Austurlöndum nær og við Miðjarðarhafið á árum áður. Það sem aðgreinir ritmálin tvö hvað helst er útlit þeirra. Ástæðu þess má að mestu leyti rekja til aðlögunar þess að mismunandi tungumálum annars vegar og hins vegar til ritfæra og efniviðar sem notaður var til þess að rita það. Áður en stafrófin tvö urðu að þeim ritmálum sem þau eru í dag tóku þau á sig hinar ýmsu myndir og voru notuð af ólíkum þjóðum. Við útbreiðslu föníska stafrófsins á Miðjarðhafi breiddist það til Grikkja, sem fluttu það svo vestur til Ítalíu. Í heimkynnum stafrófsins við Miðjarhafið barst stafrófið hins vegar til Aramea og þaðan suður til Arabíu. Í þessari ritgerð er þróun fönísks stafrófs í latneskt og arabískt stafróf greind. Annars vegar snýr umfjöllunin að landfræðilegri og menningarlegri útbreiðslu ritmálsins og hins vegar myndrænum breytingum sem urðu í ferlinu en áhersla er lögð á myndræna þætti eins og stafi og stafaform. Í ritgerðinni er stuðst við skrifaðar heimildir sem snúa alfarið að sögu þeirra ritmála sem eiga í hlut. Einnig er notast við myndefni sem við kemur þróun stafrófsins.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar_ritgerdBA_2020.pdf33,75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna