is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (MA, M.Mus., M.Mus.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39021

Titill: 
 • BROT
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkið "BROT" er skrifað fyrir 14 hljóðfæraleikara Caput hópsins. Titillinn vísar til ljóða eftir Guðrúnu Hannesdóttur en þau eru kveikjan að verkinu. Ljóðin segja “brot” úr sögum og/eða aðstæðum fólks og leika stórt hlutverk hvað varðar túlkun og tilfinningu í verkinu. BROT er 33 mínútur í flutningi og skiptist í 5 kafla:
  1. Prologue
  2. Stigi
  3. Kvöldvaka
  4. Einu sinni enn
  5. Epilogue
  Hljóðheimur verksins byggir á módal-díatónísku tónmáli þar sem höfundur notar, auk kirkjutóntegunda, m.a. nokkra fjögurra tóna tónstiga sem samanstanda af litlum þríundum og stórum tvíundum og oktatóníska tónstiganum.
  Í verkinu er lögð höfuðáhersla á að koma til skila stemmningu og karakter sem að mati tónskáldsins einkennir ljóðin og skapar Arngerður persónulegan og áhugaverðan hljóðheim með notkun hinna ýmsu lita og litbrigða hljóðfæranna. Framvindan er hæg og Arngerður dvelur gjarnan nokkra stund í efninu, dregur úr því stakar nótur og litar þær ólíkum tónblæ hljóðfæra, gjarnan með notkun „extended techniques“ eins og loft-tónum í tréblásurum, eða fjölbreyttum hljóðum þar sem leikið er á strengi hörpu flygilsins ("inside piano”). Einnig notar hún kvarttóna á stöku stað til að lita hljóminn. Vefurinn er sömuleiðis einfaldur, lagræn mótíf, þrástef á hægferðugum hljómagangi, "hljóðteppi” og sjaldan eru margar hugmyndir í einu.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MMus greinargerð.final.pdf2.57 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
BROT - fullscore.final.pdf1.05 MBOpinnPDFSkoða/Opna