is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39022

Titill: 
  • "Henni líður ekki gott" : íslenska sem annað tungumál
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nemendum með íslensku sem annað mál hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin ár. Skólakerfið þarf að geta tekið á móti börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku og finna bestu leiðina til þess að þau njóti sín sem allra best bæði félagslega og námslega. Þessir nemendur hafa yfirleitt ekki tækifæri til að nota móðurmál sitt í náminu enda sjaldnast einhver í nærsamfélaginu sem talar og skilur bæði móðurmál þeirra og íslensku. Íhlutun og markviss þjálfum í íslensku er því afar mikilvægur þáttur í námi nemenda sem eru í slíkum aðstæðum. Leita þarf markvissra leiða til að innvinkla þá í samfélagið og gera þeim kleift að njóta sín á eigin forsendum. Í ritgerðinni er sagt frá starfendarannsókn sem fólgin er í því að vinna markvisst með tvítyngdum nemendum leik- og grunnskóla með áherslu á frásögn, orðaforða og skilning. Mat rannsóknarinnar fór fram með því að leggja MAIN (Multililingual Assessment Instrument for Narratives) fyrir nemendur, matið lagði líka línurnar í íhlutun. Á meðan á rannsókn stóð var gagna aflað með dagbókarskrifum, upptökum og mati á árangri nemenda. Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að íhlutun nemenda sem læra íslensku sem annað mál er góð og árangursrík leið til að dýpka málskilning og efla sjálfstraust þeirra. Betri mál- og söguskilningur og aukinn orðaforði getur haft mikil áhrif á námsgetu nemenda. Í samtali rannsakanda við aðra kennara virtust nemendurnir samkvæmt þeim, eiga auðveldara með að fylgja samnemendum sínum eftir í náminu og samskipti jukust eftir íhlutunarferlið.

  • Útdráttur er á ensku

    The number of students with Icelandic as a second language has increased significantly in recent years. The school system must be able to accept students who do not have Icelandic as their native language and find the best approach to make sure they are welcomed as part of the system, both socially and academically. Students do not always have the opportunity to use their native language in their studies as there is often no one in the local community who speaks and understands both their language and Icelandic. Therefore, intervention and systematic training in Icelandic is a very important part of the education of students who are in such situations. Every effort must be made to integrate them into society and enable them to enjoy themselves on their own terms. This dissertation describes an employee research that involves working systematically with bilingual preschool and primary school students emphasising storytelling, vocabulary and comprehension. The research was carried out by submitting a MAIN (Multililingual Assessment Instrument for Narratives) evaluation for the students, that also laid the ground for intervention. Data were collected during the study through diary entries, recordings, and evaluations of student achievement. The main results of the study show that the intervention of students who learn Icelandic as a second language is a successful and good way to increase their understanding of the language and strengthen their confidence. Better language and story comprehension and increased vocabulary can have a great impact on students' ability to learn. From interviews with teachers, it was clear that communication students with classmates increased and they found it easier to follow them academically after the intervention.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 31.12.2021.
Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39022


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni .pdf2.73 MBLokaður til...31.12.2021HeildartextiPDF