is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39025

Titill: 
 • Nýliði sem sérkennari en með reynslu sem umsjónarkennari : úr umsjónarkennslu í sérkennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að þróa mig í starfi sem nýliða í sérkennslu á unglingastigi í grunnskóla og um leið reyna að þróa og móta starfið í samræmi við menntastefnuna Menntun fyrir alla. Í rannsóknarferlinu velti ég fyrir mér mikilvægi leiðsagnar og hvort ég fái leiðsögn sem nýliði í starfinu þó ég hafi reynslu af annars konar starfi í kennslu. Rannsókn mín er starfendarannsókn (e. action research). Það rannsóknarsnið hentar vel til að rannsaka eigin starfshætti og stuðlar að starfsþróun. Rannsóknarsniðið er síendurtekið hringferli sem felst í að meta stöðuna, skipuleggja aðgerðir, framkvæma, ígrunda og komast að niðurstöðu um áframhaldandi aðgerðir
  Gagna var aflað á rannsóknartímanum með skráningu í dagbók yfir sex vikna tímabil, samtölum við rannsóknarvini og vettvangsathugunum. Í dagbókina skráði ég daglega störf mín og vangaveltur um starfið, viðtöl við rannsóknarvini, vettvangsathuganir og ígrundanir mínar á rannsóknartímanum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ég sem nýliði í sérkennslu unglinga hefði þurft formlega leiðsögn, skýrari starfslýsingu og stefnu um áherslur í sérkennslu. Ég get sem sérkennari ekki ein og sér mótað og þróað starfið að fullu í samræmi við menntastefnuna Menntun fyrir alla þó ég hafi reynslu af því að vera umsjónarkennari. Ég get hins vegar stuðlað að breytingum í mínu starfi og miðlað þekkingu minni til kennara og nemenda. Ég get einnig aukið samstarf mitt við kennara og veitt ráðgjöf til þeirra um kennsluhætti sem stuðla að því að hægt sé að koma til móts við alla nemendur í kennslustofunni. Starfendarannsóknin og sú sjálfsrýni sem henni fylgir hefur hjálpað mér að koma auga á og móta ákveðna sýn um starfshætti í sérkennslu sem stuðla að starfsþróun kennara og lærdómsmenningu sem undirstöðu þess að mæta þörfum allra nemenda. Þær breytingar sem ég hef komið á í starfi mínu hafa verið nemendum til hagsbóta og kem ég til með að halda áfram að þróa starfið í takt við þarfir nemenda og kennara.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of the research is to develop myself as a newcomer to special education at the adolescent level in primary school and at the same time try to develop and shape the work in accordance with the education policy Education for All. During the research process, I reflect about the importance of mentoring and whether I get mentoring as a newcomer to the job, even though I have experience of other types of teaching work. My research is an action research. This research format is well suited for researching one's own practices and promotes professional development. The research format is a recurring cycle that involves assessing the situation, planning actions, performing, reflecting, and coming to a conclusion about ongoing actions. Data were collected during the study period by recording in a diary over a six-week period, conversations with research friends and field observations. In the diary, I wrote down my daily work and speculations about the work, interviews with research friends, field observations and my reflections during the research period. The main results of the study indicate that I, as a newcomer to special needs education, needed formal mentoring, a clearer job description and a policy on priorities in special education. As a special needs teacher, I cannot formulate and develop the work on my own in full accordance with the education policy Education for all, even though I have experience of being a supervising teacher. However, I can contribute to changes in my work and share my knowledge with teachers and students. I can also increase my collaboration with teachers and provide advice to them on teaching methods that help to accommodate all students in the classroom. The action research and the self-criticism that accompanies it have helped me to identify and formulate a certain vision of practices in special education that contribute to the professional development of teachers and learning culture as a basis for meeting the needs of all students. The changes I have made in my work have been beneficial to students and I will continue to develop the work in line with the needs of students and teachers.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nýliði í sérkennslu.pdf645.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna