is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39026

Titill: 
  • Kínverskar leturgerðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður hafist handa við að fjalla um uppruna og þróun kínverska ritmálsins í gegnum söguna. Ég hyggst skoða elstu áreiðanlegu heimildirnar sem til eru um kínverskt ritmál, fylgja svo eftir þróun ritmálsins eftir sameiningu Kína á þriðju öld f.Kr. Á tíma keisaraveldanna mótuðust ýmsar leturgerðir og reglur og viðmið um gerð tákna urðu til. Ég mun einnig fjalla um einföldun táknanna í Kínverska alþýðulýðveldinu á 20. öld. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er þó að bera kínverskt ritmál saman við vestræn bókstafamál með hliðsjón af leturgerðum í samtímanum. Hver er helsti munurinn á þeim? Hvernig stendur á því að kínverskar leturgerðir séu svo miklu færri en vestrænar? Hugað verður vandlega að þeim helstu einkennum sem greina þau hvort frá öðru og fjallað um ýmis vandkvæði þess að hanna leturgerðir fyrir kínversk tákn. Flækjustig kínverskra tákna er mun meira en latneskra bókstafa sem gerir hönnunarferlið mun tímafrekara. Jafnt flækjustig sem gríðarlegur fjöldi gerir það að verkum að það er nánast ómögulegt fyrir stakan leturhönnuð að hanna fullkomið letur einn síns liðs. Þrátt fyrir það er aðferðafræði og kenningar að mestu leyti hin sömu fyrir leturhönnun kínverskra tákna og latenskra bókstafa. Vert er að velta því upp hvort þörf sé á annars konar aðferðafræði fyrir kínversku táknin.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39026


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_AronGuan.pdf6.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna