Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39027
Mandarín er móðurmál flestra jarðarbúa og að öllum líkindum mun þeim sem nota tungumálið einungis fjölga á komandi árum. Þrátt fyrir sterka stöðu tungumálsins er áberandi skortur á kínverskum leturgerðum. Markmið fyrirsagnaletursins Poise er að fylla upp í þetta tómarúm, sem og að hanna leturgerð sem er jafnvíg á latnesk og kínversk tákn. Formgerð letursins sækir innblástur í vissa strauma í tískuheiminum. Letrið er hátt og grannt–lætur lítið yfir sér en er ríkulegt. Þessi einkenni koma jafnt fram í latneskum stöfum og kínverskum táknum Poise og þannig er séð til þess að ákveðið sjónrænt jafnvægi haldist milli þessara ólíkra leturkerfa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AronGuan_Hönnunargreining.pdf | 14,67 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |