is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39028

Titill: 
 • ,,Las þetta einhver? Skiptir þetta einhverju máli þegar þetta er svona einhliða?“ : starfendarannsókn á samstarfi heimilis og skóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samkvæmt lögum um grunnskóla segir að skólar og heimili skuli vinna saman að alhliða þroska nemenda. Það er í verkahring grunnskólanna að koma á því samstarfi við heimilin en foreldrar skulu aftur á móti fylgjast vel með og styðja skólagöngu barna sinna. Þeirra hlutverk er einnig að veita skólanum þær upplýsingar um börn sín sem skólinn gæti þurft á að halda. Í aðalnámskrá segir að umsjónarkennarar gegni mikilvægu hlutverki í samstarfi heimilis og skóla en þeir ættu að kynnast bæði nemendum sínum og foreldrum þeirra og koma upplýsingum til heimilis frá skólanum.
  Ávinningur farsæls samstarfs heimilis og skóla hefur margsinnis verið
  sannaður, bæði fyrir líðan og námsárangur nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að þeir nemendur sem njóta stuðnings og utanumhalds foreldra sinna á skólagöngunni líður betur, eru með betri sjálfsmynd, fá betri einkunnir og eru líklegri til að stunda framhaldsnám. Því er greinilegt að mikilvægt er að kennarar og foreldrar deili þeirri ábyrgð sem þeir bera og sameini krafta sína með farsælu samstarfi sín á milli með velferð nemandans að leiðarljósi.
  Hér er leitast við að varpa ljósi á samstarf heimilis og skóla og reynt að skilja hugmyndir og hlutverkaskiptingu foreldra, kennara og nemenda. Rannsóknarspurningin sem lögð var fyrir í rannsókninni er: Hvað einkennir samstarf heimilis og skóla og hverjar eru væntingar og hugmyndir foreldra, kennara og nemenda um samstarfið? Starfendarannsókn var framkvæmd meðan á æfingakennslu rannsakanda stóð og samhliða voru spurningakannanir lagðar fyrir foreldra og nemendur. Til að skilja mismunandi sýn hagaðila á samstarfið voru eiginleg viðtöl tekin við foreldra og umsjónarkennara.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bæði kennarar og foreldrar hafa
  mismunandi væntingar til samstarfsins og markmið samstarfsins er þar að auki ekki skýrt. Við það má bæta að samstarf heimilis og skóla einkennist að miklu leyti af einstefnusamskiptum frá skóla til heimila.
  Lykilhugtök: Samstarf heimilis og skóla, upplýsingamiðlun, COVID-19, rafrænt fyrirkomulag.

 • Útdráttur er á ensku

  According to Icelandic law, primary schools and parents should work together to benefit students. students' benefit. It is the school's responsibility to initiate the collaboration and the parent’s responsibility is to monitor and support their children’s education. Parents should also give the school any information regarding their child that the school might need. The supervisory teacher has an important role which includes getting to know the students and their parents. Their role is also to make sure that information is delivered to parents from the school.Students benefit both socially and academically from successful home and school partnerships. Studies have shown that the children of parents who are involved with the school have a better self image, receive better grades and are more likely to pursue further education. That being said, it should be the goal of parents and teachers to work together to make sure that students achieve the best results and protect their interests.
  This is an action study that seeks to highlight the partnership between the home and the school. This study asks: What defines the partnership between home and school and what are teachers', parents' and students' expectations and ideas of the partnership? A survey that was given to the parents and students, as well as qualitative interviews with parents and a teacher, were used to understand the different views on the partnership.
  The results of this study show that often both the expectations and the goals of the partnership are unclear. In addition, results show that one-sided communication, from school to home, often defines the partnership between these two parties.
  Key words: School-home partnership, delivery of information, COVID-19,
  online arrangement

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.Ritgerð2021.BergdísSigfúsdóttir.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna