is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39030

Titill: 
  • Snjalltæki í skólastarfi : hvaða lærdóm má draga af snjalltækjabanninu í Fjarðabyggð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Breytingar í íslensku samfélagi á 21. öldinni hafa haft bæði bein og óbein áhrif á skólakerfið og þar á meðal nám nemenda og störf kennara. Þessi öra þróun og tæknilegar breytingar í samfélaginu hafa orðið til þess að internetið og stafrænir miðlar eru núna hluti af daglegu lífi barna og unglinga. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kosti og galla snjalltækja hvort sem notkunin sé hjá börnum eða fullorðunum. Hafa þá sumir skólar bæði hérlendis og erlendis virkjað bönn eða sérstakar reglur á notkun snjalltækja í skólum. Sveitarfélagið Fjarðabyggð setti snjalltækjabann í alla grunnskóla sína í byrjun árs 2019 en markmið þessa rannsóknarverkefnis er að veita betri innsýn inn í bannið með því að kanna forsendur þess, ferlið við innleiðinguna og hvert framhaldið verður. Til þess var aflað upplýsinga úr stjórnsýslu Fjarðabyggðar en einnig voru tekin viðtöl við þá er virtust hafa mestar upplýsingar um málið. Við vinnu á verkefninu kom í ljós að margir þættir liggja að baki banns sem slíku og hafa þarf margt í huga við framkvæmd þess. Mikilvægt er að hafa kennara og nemendur með í ferlinu en reglurnar eiga sérstaklega við þá og hafa áhrif á daglegt líf þeirra. Menntastofnanir þurfa að setja sér skýra stefnumótun þegar kemur að upplýsinga og tæknimennt í grunnskólum landsins til þess að ávinningur verði sem mestur.

  • Útdráttur er á ensku

    Changes in the Icelandic community in the 21. century have had both direct and indirect impacts on schools, the education of students and the work of teachers. These fast advances and technological changes in the community have made the internet and digital media a normal part of children’s and teenager’s lives. Many discussions have been had in the community about the pros and cons that are associated with these smart devices both among children and adults. Some schools, both in Iceland and abroad have implemented bans or special rules around these smart devices. In the beginning of the year 2019 the school district of Fjarðabyggð has put into effect a schoolwide ban on smart devices. The goal of this research paper is to gather information on the premises of the prohibition of smart devices in the schools of Fjarðabyggð, the process and what future measures will be made. For that purpose, data was collected from administrative documents from Fjarðabyggð, and interviews were conducted with those that appeared to have the most insight on the topic. During research many aspects surrounding the ban were discovered, which emphasize the fact that many aspects must be considered in the implementation on a prohibition such as this one. It is imperative that teachers and students need to be involved in the process of rule and policy making in schools since they are the ones it involves the most. Educational departments must create a clear path for the schools to follow when it comes to information and communication technologies in schools, for there to be a positive gain from the policy.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39030


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snjalltæki í skólastarfi.pdf595.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna