is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39031

Titill: 
 • Hvernig er veðrið í dag? : tónlist og skapandi hreyfing fyrir leikskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hvernig er veðrið í dag? er námsefni sem leggur áherslu á tónlist og skapandi hreyfistund í veðurþema fyrir kennara í leikskóla, ásamt fræðilegri greinargerð tengd efninu. Megimarkmið námsefnisins er að þróa hugmyndir að skapandi tónlistar- og hreyfiverkefnum og deila þeim með öðrum sem vinna með ungum börnum. Veður er þema þessa námsefnis því að það hefur mikil áhrif á líf, hegðun og umhverfi okkar. Verkefnið veitir börnum upplifun og skilning á mismunandi veðri með fjölbreyttum aðferðum.
  Greinargerðin er fræðilegur grunnur námsefnisins og þar er komið inn á þætti sem ýta undir tjáningargetu og sköpunargáfu barna. Meðal annars er fjallað um tjáningu barna sem er leikur og list, þroskastig barna, mikilvægi reynslunnar sem er námsferli byggt á kenningum John Dewey, sköpun, skapandi kennslu og skapandi hugsun barna. Skoðuð er hugmyndafræði Reggio Emilia og Orff nálgunar (þ. Orff Schulwerk) í tónlistarkennslu sem leggja áherslu á barnamiðað og skapandi nám. Í lok greinargerðarinnar eru þessar tvær nálganir bornar saman og skoðaðir möguleikar á að þræða þær saman til að byggja upp skapandi starf í tónlist og skapandi hreyfingu.
  Með þessar tvær nálgarnir í huga bjó höfundur til námsefni um veður og gerði tilraunakennslu á efninu. Niðurstaða tilraunakennslunnar leiddi í ljós að skapandi kennsla opnar marga möguleika fyrir nám barna og eykur tjáningargetu og sköpunargáfu þeirra. Með því að gefa börnum tíma til að uppgötva og bera virðingu fyrir skoðunum þeirra, finna börnin að þau tilheyri skólaumhverfinu frekar og njóta sín betur. Uppeldisfræðileg skráning er góð leið til að skoða námsferil barna og þróa starf skóla.
  Skapandi kennsla snemma í bernsku byggir góðan grunn og skapar börnum meiri möguleika og bjartari framtíð. Höfundur vonar að þetta námsefni veiti kennurum innblástur til að veita börnum tækifæri til að þróa tjáningarhæfni sína og sköpunargáfu í gegnum tónlist og skapandi hreyfingu.

 • Útdráttur er á ensku

  How is the weather today? is a study material that emphasizes music and creative movement in a weather theme for preschool teachers as well as theoretical analysis related to it. The main goal of the study material is to develop ideas for creative music and movement projects and share them with others who work with young children. Weather is the theme of this project because it has a profound effect on our lives, behavior and environment. The project gives children an experience and understanding of different weather in different ways.
  Theoretical analysis describes factors that promote children's expressiveness and creativity. Among other things, it discusses with children's expression, which is play and art, the stage of children's development, the need for experience which is a learning process based on John Dewey's theories, creativity, creative teaching and creative thinking of children. Reggio Emilia approach and the Orff Schulwerk music education are described, which emphasis on child-centered and creative learning. At the end of the analysis, these two approaches are compared and the possibilities of combining them together to build a creative work in music and creative movement are described.
  With these two approaches in mind, the author created a study material about weather and did experimental teaching on the project. The result was found that to use creative teaching opens up many possibilities for children's learning and increases their expressive ability and creativity. Giving children time to discover and respect their opinions, the children feel that they belong to the school more and enjoy themselves better. Pedagogical documentation is a good way to look at children's learning process and develop schoolwork.
  Creative teaching in early childhood builds a good foundation and creates children more opportunities and a brighter future. The author hopes that this material will inspire teachers and give children the opportunity to develop their expressiveness and creativity through music and creative movement.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Námsefni Hvernig er veðrið í dag. Asako Ichihashi.pdf26.54 MBLokaður til...31.05.2025NámsefniPDF
Hvernig_er_vedrid_i_dag_ Asako_Ichihashi .pdf17.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna