is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39032

Titill: 
  • Íþróttir og félagstengsl : rannsókn á íþróttaiðkun og félagslegri stöðu og tengslum þeirra meðal framhaldsskólanema á Akureyri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru tengsl íþróttaiðkunar og félagslegrar stöðu könnuð meðal framhaldsskólanema á Akureyri. Rannsóknir og fyrri þekking benda til að iðkun íþrótta fylgi bæði félagslegur og andlegur ávinningur. Tengsl þessara þátta eru svo gott sem órjúfanleg þar sem íþróttir eru iðkaðar af mannfólki sem hefur tilfinningar, hugsanir og sín eigin persónueinkenni. Þegar fólk kemur saman í þeim tilgangi að iðka íþróttir er því óhjákvæmilegt að samskipti og tjáning eigi sér stað því það er eðli okkar sem félagsverur. Þegar félags- og tilfinningaverur keppast svo um sigur, standa saman fyrir eitthvað sem skiptir máli eða styðja hverja aðra af innlifun er kveikjan að tengslum óumflýjanleg. Þekkt eru heilsubætandi áhrif íþrótta en þar sem þær eru einnig upplyftandi fyrir bæði líkama og sál eru þær grundvöllur sem gerir fólk opnara fyrir tengslamyndunum. Á unglingsárum breytist margt og eru tengsl og tengslamyndun stór hluti af því að vegna vel á þeim tíma. Þá geta íþróttir hjálpað til við tengslamyndun og viðhaldið félagslegri stöðu meðal jafningja. Því var markmið rannsóknarinnar að rannsaka hver tengsl íþróttaiðkunar og félagslegrar stöðu væru meðal framhaldsskólanema á Akureyri. Ekki hefur rannsókn á þessum tengslum verið framkvæmd áður á Íslandi. Var rannsóknin megindleg og voru þátttakendurnir n = 256 úr þýði 1422 framhaldsskólanema. Bentu niðurstöður til að íþróttaiðkun ætti marktæk tengsl við félagslega þætti. Íþróttaiðkendur upplifðu sig síður einmana og frekar félagslega sterka, voru nánari öðrum á sínu reki og áttu nánari jafningjatengsl en þeir sem ekki iðkuðu íþróttir með íþróttafélagi.

  • Útdráttur er á ensku

    In this study the relations between sports participation and social status is examined among upper secondary school students in Akureyri. Former research and knowledge imply that participation in sports can lead to both social and psychological gain. The relation between these factors are virtually inseperable as sports are performed by humans that have feelings, thoughts and their own characteristics. Therefore when people come together in the purpose of participating in sports it is inevitable for communication and interaction to take place as it is in our nature as social beings. Then, when socioemotional beings compete towards victory, stand together to represent important matters or enthusiastically support each other, the spark for connection is ineluctable. We are aware of the health benefits of sports participation and because they are uplifting for the body and spirit they become a foundation for opening up for bonding. A lot of changes accompany adolescence, and connections and bonding play a big role in those years being successful. Sports can assist these bonding processes and also reinforce peer status. For these reasons it was determined that the goal of this research would be to examine the relations between sports participation and social status among upper secondary school students in Akureyri. This is the first time these relations are examinde in Iceland. A quantitative study was performed and the participants were n = 256 from a population mean of 1422 students. The results implied that sports participation had a significant relation to social elements. In conclusion sports participants experienced less loneliness and more social confidence, felt they were closer to their peers and had more intimate peer relationships than those who didn’t partake in sports with an athletic club.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íþróttir_og_félagstengsl_lokaskil.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna