is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39034

Titill: 
 • Textíll líðandi stundar: samræður í textílmennt um mikilvæg álitamál í samtímanum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útgangspunktur ritgerðarinnar er starfendarannsókn sem fólst í textílkennslu í 8. bekk. Rannsóknin er unnin í samstarfi við verkefnið: Listrænt ákall til náttúrunnar sem er þverfaglegt þróunarverkefni í umsjá dr. Ásthildar Jónsdóttur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Eftir að hafa kennt í 5 ár vildi ég ögra sjálfri mér í starfi og rannsaka hvernig efla megi samræður í textílmennt.
  Fræðilegi hluti ritgerðarinnar er byggður á meginsviðum heimspekinnar sem eru: Hið fagra, tengsl manna og fegurðar með áherslum frá sjónarhorni fagurfræði wabi-sabi. Hið sanna, út frá þekkingu okkar á textíl, þróunar á honum, áhrifum og stöðu í samfélaginu og skólum. Hið góða, með breyttum kennsluháttum sem stuðla að þroska og ræktun einstaklingsins með áherslur á framsæknum - og gagnrýnum kennslufræðum í anda John Dewey og Paulo Freires.
  Við úrvinnslu rannsóknarinnar studdist ég við rannsóknardagbók og ígrundanir í formi hljóðupptaka og mynda úr kennslustundum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að með því að vera opin fyrir hugmyndum nemenda megi efla þekkingu þeirra, auka víðsýni og dýpka tengsl við textíl í gegnum samræður við kennsluna. Við framkvæmd verkefnisins mynda nemendur reynslu sem efla tengsl nemenda við eigin hugsanir, textíl og umhverfi þeirra. -Að reka sig á, finna nýjar leiðir, byrja upp á nýtt en gefast ekki upp, allt myndar þetta dýrmæta reynslu sem stuðlar að vexti hverrar manneskju. Mýktin sigrar hörkuna og veikleikinn styrkinn, allt er eins og það á að vera, fullkomlega ófullkomið.

 • Útdráttur er á ensku

  This study outlines action-research in textile education in 8th grade. The research was done in co-operation with Listrænt ákall til náttúrunnar which is an interdisciplinary development project by Dr. Ásthildur Jónsdóttir and Skóla- og Frístundarsvið Reykjavíkur. After five years of teaching, I wanted to challenge myself by examining my own work to improve dialogical practices in textile education.
  The literature review revolves around the main sectors of philosophy:
  The beauty- the ideas of beauty with an emphasis on aesthetics from the point of view of wabi-sabi.
  The true - impact, development and status of textile in society and schools.
  The good - teaching methods that promote maturity and growth of individuals with an emphasis on progressive and critical pedagogy in the spirit of John Dewey and Paulo Freires.
  While conducting the research I relied on the analysis of research diaries, sound recordings and photographs. The findings suggest that by being open minded to students’ ideas, dialogical practices can be used in the classroom to increase students’ knowledge, broaden their perspective and deepen their connection regarding textile in their environment. Making mistakes and finding the capacity to endure makes a valuable experience that contributes to each individual's personal growth.
  Softness overcomes hardness and weakness conquers strength, everything is as it should be, completely imperfect.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknin er unnin í samstarfi við verkefnið: Listrænt ákall til náttúrunnar, oftast kallað LÁN í almennu tali. LÁN er þverfaglegt þróunarverkefni í umsjá dr. Ásthildar Jónsdóttur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39034


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÁsrúnÁgústsdóttir-Textíll líðandi stundar.pdf17.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna