is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39035

Titill: 
 • „Það gefur bara auga leið að betur sjá augu en auga" : teymisvinna kennara í grunnskólastarfi á Norðurlandi – þekking, reynsla og viðhorf
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Teymisvinna kennara í grunnskólastarfi byggir á samstarfi milli tveggja eða fleiri starfsmanna. Teymi geta til dæmis samanstaðið af umsjónarkennara, stoðkennara, stuðningsfulltrúa, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa og öðrum starfsmönnum innan grunnskólans. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf, þekkingu og reynslu hjá kennurum á Norðurlandi af því að starfa í teymi og mögulega tengingu slíkra starfshátta við menntastefnu skóla margbreytileikans. Notuð var eigindleg fyrirbærafræðileg rannsóknaraðferð þar sem tekin voru sex rýnihópaviðtöl við 17 starfsmenn í grunnskólum á Norðurlandi. Við greiningu gagna var stuðst við þemagreiningu Virginia Braun og Victoria Clarke og þau stig kóðunar sem þær leggja til. Niðurstöðunum var skipt niður í fjögur meginþemu, sem eru: Viðhorf til teymisvinnu; Starfið í teymisvinnunni; Kostir og gallar teymisvinnu; og Teymisvinna í skóla margbreytileikans. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að langflestir viðmælendur höfðu jákvæð viðhorf til teymisvinnu. Þeir höfðu þó skiptar skoðanir á því hvað fælist í teymisvinnunni en voru samt sammála um að ákveðnir þættir, þ.e. samstarf, samvinna og samskipti, væru þar lykilatriði. Kostir og gallar teymisvinnunnar voru taldir snúa að samskiptum sem geta verið bæði góð og slæm og allt þar á milli. Langflestum viðmælendum þótti betra að starfa í teymi með tilliti til skóla margbreytileikans. Í því sambandi var talið líklegra að flestir hefðu einhvern til þess að leita til og treysta; það átti við um bæði starfsfólk og nemendur. Þessar niðurstöður gefa innsýn í þátttöku í teymisvinnu sem nýta má við þróun á menntastefnu skóla margbreytileikans og sýna hve mikilvægt það er að taka tillit til ólíkra viðhorfa teymismeðlima í hverju einstöku teymi til eflingar grunnskólastarfs.
  Lykilorð: Teymisvinna, samskipti, grunnskólastarf, nemendur, skóli margbreytileikans.

 • Útdráttur er á ensku

  Teachers’ teamwork at the elementary school level is a pedagogical approach that relies on the collaboration of two or more staff members. Teaching teams can take various shapes and can for example include the specialty of head teacher, special education teacher, supportive staff, occupational therapist, social educator and other elementary school staff members. The purpose of this research was to study the views, experience and knowledge of the teamwork approach found among teachers in the North of Iceland and how they view its usefulness for development of the School of inclusion’s pedagogical policy. This research deploys a phenomenographical qualitative methodology in which six focus group interviews were conducted with seventeen staff members at elementary schools in the North of Iceland. For data analysis, this research adopts Virginia Braun and Victoria Clarke’s thematic analysis and conceptualization of patterns and coding. The results of this research were categorized by four main themes: View on teamwork; The Work of Teamwork; The Positive and Negative Aspects of Teamwork; and Teamwork in the School of Inclusion. The results reveal that most interlocutors viewed the teamwork approach in a positive way. While definitions of the approach varied among interlocutors, they agreed on certain fundamental aspects such as collaboration, co-operation, and communication. In their description the value of the approach, its benefits and challenges, relied on the quality of the communication between team members which varied from good to bad and everything in between. Most interlocutors, committed to the goal of the school of inclusion, preferred the teamwork approach. Many interlocutors described that in that structure it was more likely that everyone, both staff and students, had at least one individual they could trust and confide in. The results of this research offer an insight into teamwork pedagogy and its usefulness for the School of inclusion’s education policy.
  Key words: Teamwork, communication, elementary school, students, inclusive education/school of inclusion.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39035


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Hanna Sigurjónsdóttir.pdf3.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna