Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39037
Meistaraprófsritgerð þessi fjallar um rannsókn sem höfundur gerði á þekkingu kennara í leikskólum Íslands á kvíða leikskólabarna og skoðunum þeirra á fræðslu til kennara um málefnið. Þýði rannsóknarinnar er kennarar sem starfandi voru í leikskólum landsins þegar gagnaöflun fór fram á haustönn 2020. Rannsóknaraðferð er megindleg og fór gagnaöflun fram með spurningakönnun sem lögð var fyrir á netinu. Rannsakandi ákvað að hafa allt þýði rannsóknarinnar í úrtaki en alls fengust marktæk svör frá 260 þátttakendum.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun kennara sem starfa í leikskólum landsins á kvíða leikskólabarna, þeirra eigin þekkingu á málefninu og hvers konar fræðslu þeir telja mikilvæga í tengslum við það. Tilgangurinn er að öðlast skilning á því hvort þátttakendur telji að þörf sé á aukinni fræðslu um kvíða leikskólabarna til kennara og hvernig fræðsla myndi nýtast best að þeirra mati. Rannsóknarspurningarnar sem rannsakandi lagði upp með voru tvær:
- Hversu vel í stakk búna telja kennarar sig fyrir vinnu með kvíðnum leikskólabörnum?
- Hvers konar nám eða fræðslu telja kennarar mikilvæga í tengslum við kvíða leikskólabarna?
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að rúmlega helmingur þátttakenda telur sig vel í stakk búinn fyrir vinnu með kvíðnum leikskólabörnum og til að greina einkenni kvíða í hegðun og framkomu þeirra. Einnig leiða niðurstöður í ljós að nær allir þátttakendur (98%) hafa reynslu af starfi með kvíðnum leikskólabörnum. Þá telur mikill meirihluti (95%) þátttakenda þörf á aukinni fræðslu til kennara og starfsfólks leikskóla um málefnið. Einnig kemur fram að þátttakendur hafa margvíslegar hugmyndir um hvernig fræðsla myndi nýtast best, um hvað hún ætti að fjalla og hvernig best væri að miðla henni.
Lykilhugtök: Kvíði ungra barna, nám kennara, fræðsla kennara, upplifun kennara, þekking kennara á kvíða leikskólabarna.
This M.Ed. thesis is based on a quantitative study on teachers‘ experience and knowledge of anxiety among young children. The population of the study are teachers working in preschools in Iceland at the time of the study (fall semester 2020). The researcher collected the data with an online questionnaire that he sent out to preschools by e-mail. The researcher decided to use the whole population of teachers in preschools as a research sample.
The aim of the study was to explore teachers‘ experience of anxiety among young children, their own knowledge base on the subject and what kind of education/training they think is important regarding young children’s anxiety. The purpose of the study is to gain understanding of whether teachers think there is need for more education for teachers regarding anxiety among young children and what kind of education/training they think would be of most use to them. The research questions were:
- How prepared do teachers believe they are when it comes to working with young children who have anxiety?
- What kind of education/training do teachers believe is important in relation to anxiety among young children?
The results show that more than half of the participants believe they are well prepared for working with young children who show signs of anxiety and for spotting anxiety symptoms in their behaviour. Results also show that nearly all participants (98%) have experience working with anxious preschool children. A large part of the participants (95%) believes there is need for more education/training for teachers about the matter. The results also shed light on that participants have many different ideas about what kind of education would be of most use to them, what the education should address and how it should be presented.
Keywords: Anxiety in young children, teachers‘ education, teachers‘ thoughts, teachers‘ knowledge about anxiety among young children.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kennarar_og_kvidi_leikskolabarna.pdf | 1,62 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |