is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39038

Titill: 
 • ,,Þetta er bara í orði en ekki á borði‟ : viðhorf kennara og sérkennara í skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er á sviði menntunarfræða með áherslu á starfshætti og viðhorf kennara og sérkennara til menntastefnunnar skóli án aðgreiningar. Markmið rannsóknar er að skoða hvernig viðhorf kennara og sérkennara grunnskóla til skóla án aðgreiningar samræmist starfsháttum þeirra. Skóli án aðgreiningar (e. inclusion) er opinber menntastefna á Íslandi og í ritgerð þessari verður meðal annars skoðað hvernig þátttakendur rannsóknar líta á opinbera menntastefnu hér á landi og hvernig þeir skilgreina stefnuna. Í ritgerðinni verður kannað að hvaða leyti kennarar og sérkennarar starfa eftir starfsháttum sem eru í anda menntastefnunnar á Íslandi.
  Rannsóknarspurningin sem rannsakandi vildi leita svara við og var upphafið að þessari rannsókn er: Hvernig samræmast viðhorf kennara og sérkennara til skóla án aðgreiningar starfsháttum þeirra í grunnskólum?
  Rannsóknin er eigindleg og voru viðtöl tekin við átta umsjónarkennara og tvo sérkennara veturinn 2020 – 2021. Helstu niðurstöður rannsóknar sýndu að almennt eru viðhorf kennara og sérkennara jákvæð til sjálfrar menntastefnunnar. Hins vegar virðast þátttakendur, bæði kennarar og sérkennarar, ekki vera tilbúnir til að taka á móti öllum þeim nemendum sem þurfa á sértækri aðstoð að halda, er það þá helst vegna skorts á þekkingu þeirra á þessu málefni. Einnig telja viðmælendur margar hindranir vera í vegi þeirra þegar kemur að því að vinna í skóla án aðgreiningar og telja þeir að það þurfi að setja skýrari ramma hvað menntastefnuna varðar og hvers sé ætlast til af þeim. Að mati þátttakenda þarf að fjölga fagfólki og sérfræðingum í skólakerfinu, en þeir telja sérþekkingu vera ábótavant innan kerfisins.
  Lykilhugtök: Skóli án aðgreiningar (e. inclusion), teymiskennsla (e. team teaching), kennarar (e. teachers), ólíkir nemendur ( e. student diversity).

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is in the field of education with emphasis on work protocol and the views of teachers and special education teachers when it comes to the inclusion education policy. The goal of this research is to see how the views compare to the work protocols of teachers and special education teachers in primary schools. Inclusivity in education is the official education policy in Iceland and the researcher wants to determine whether the participants of this study know what the official education policy is and how they define it. With this study the researcher wants to get closer to understanding if teachers and special teachers conduct their work according to the policy.
  The research question that drives this study is: How do the views of teachers and special teachers to the inclusive education policy compare to their work protocols?
  This is a qualitative research and is based on ten interviews with teachers and special education teachers in the winter of 2020-2021. The main findings of the research show that over all the teachers and special education teachers have a positive outlook on the policy however they don’t seem to be ready to teach students with special needs themselves. They feel they lack knowledge on the matter, they want to know what is expected from them and also they feel the policy needs more structure. They point out that they feel like there are many obsticals when it comes to working within the inclusive education policy. The participants feel that it’s important to increase the number of educated professionals in the school systems as they think it lacks expertise.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.06.2026.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39038


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararannsókn_JHG.pdf622.77 kBLokaður til...01.06.2026HeildartextiPDF