is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3904

Titill: 
 • Spilað í geimnum : kennsluspil um himingeiminn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Stjörnufræði í grunnskólum er fag sem lítið er rætt um. Það er hluti af samfélagsfræðikennslu en ekki kennt sem sér fag.
  Spilað í geimnum er spurningaspil um pláneturnar og himingeiminn. Spilið gengur út á það að þátttakendur þurfa að svara spurningu frá hverri reikistjörnu og komast til baka á endareit. Á milli reikistjarnanna eru svo auka spurningar og örlagareitir þar sem ýmislegt skemmtilegt og miður skemmtilegt getur gerst.
  Markmiðið með gerð spilsins er að búa til áhugavert og fræðandi spil fyrir nemendur í 6. – 7. bekk sem þeim finnst gaman að spila og eykur hjá þeim áhugann á stjörnufræði. Einnig hentar spilið öllum þeim sem hafa áhuga á himingeimnum og vilja læra meira um hann.
  Spurningarnar eru 208 talsins og örlagaspjöld (halastjarna) eru 20, þar sem ýmislegt getur gerst eða þar sem nemendur þurfa að vinna lítil verkefni til þess að halda áfram.
  Fjölgreindakenning Howards Gardners byggir á því að allir einstaklingar búi yfir að minnsta kosti átta greindum á jafnmörgum sviðum sem taka þurfi tillit til og þroska með hverjum einstaklingi. Við gerð spilsins fór ég inn á mismunandi greindir til þess að ná til þeirra sem spila spilið.
  Í Aðalnámskrá grunnskóla eru þó nokkur markmið sem hægt er að ná með því að spila Spilað í geimnum.
  Þessu spili er ætlað að efla áhuga hjá nemendum og fá þá til að vilja afla sér meiri upplýsinga um pláneturnar og himingeiminn í námsbókum eða öðrum fræðibókum. Spilið má nota bæði sem kveikju og/eða upprifjun.

Samþykkt: 
 • 6.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Titilsida.pdf14.82 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Greinagerd á spili.pdf1.09 MBOpinnGreinagerðPDFSkoða/Opna