is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39042

Titill: 
  • Stelpur og stærðfræði : „Árangurinn fer eftir því hvað þú ert tilbúin að leggja á þig“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninnni er skoðað hvernig stelpur í unglingadeild grunnskóla upplifa stærðfræði og hvort stærðfræði spili hlutverk í framtíðarsýn þeirra. Rannsóknin beindist að áhuga og viðhorfi stelpnanna á stærðfræði, trú á eigin getu, hvata til að gera vel og hvaða hlutverk stuðningur foreldrar spilar í árangri. Stuðst var við eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir. Í eigindlega hlutanum voru tekin viðtöl við 16 stelpur. Ellefu þeirra eru stelpur sem eru sterkar í stærðfræði en fimm þeirra ná ekki hæfniviðmiðum. Með viðtölunum var leitast við að draga reynslu stelpnanna upp á yfirborðið, hvernig þær upplifa stærðfræði og eigin getu í henni. Svör hópanna tveggja voru borin saman til að finna sameiginlega eða ólíka reynslu. Í megindlega hlutanum var stuðst við rafræna spurningakönnun sem lögð var fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Í henni var fyrst og fremst verið að leita eftir því hvernig nemendur af báðum kynjum meta eigin getu, viðhorf og áhuga í stærðfræði. Rannsakanda þótti mikilvægt að skoða viðfangsefnið frá mismunandi hliðum og fá staðfestingu á hvort trú á sjálfan sig, viðhorf, stuðningur og því um líkt skipti máli fyrir árangur, eða ekki.
    Í eigindlega hlutanum kom í ljós mikill munur á stelpunum sem ná árangri í stærðfræði og þeim sem gengur verr. Þær sem ná hæfniviðmiðum eru með skýra framtíðarsýn, vilja standa sig vel og þær upplifa stuðning frá foreldrum. Þær virðast þó flestar tregar að viðurkenna að þær séu góðar í stærðfræði, hafa minni trú á eigin getu en einkunnir segja til um og meðal eiginleika sem þær búa yfir er seigla og samviskusemi. Stelpurnar sem ná ekki hæfniviðmiðum eiga það sameiginlegt að hafa misst trúna á sjálfa sig og eigin getu, sem veldur því að þeim leiðist í tímum og hafa gefist upp á stærðfræði og finnst tilgangslaust að reyna. Úr megindlega hluta rannsóknarinnar kom fram að feður aðstoða meira við heimanám í stærðfræði og að strákar hafa neikvæðara viðhorf gagnvart stærðfræði en stelpur.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the study was to examine how girls in 8th-10th grade in Icelandic primary schools experience mathematics and to explore their interest in mathematics, their attitude and motivation and the effect of their parents involvement on their achievement. In the study both qualitative and quantitative research methods were used. The qualitative part of the study consists of interviews with 16 girls, 11 individual interviews and one interview with a focus group of five girls. In the quantitative part of the study an online questionnaire was sent to students in the 8th - 10th grade, of both sexes, in selected primary schools around the country as well as distributed via social media. The online questionnaire was supposed to give a frame of reference, since the participants answered questions regarding their own ability, attitude and interest in mathematics. The author of the study thought it would be important to look at the subject from a quantitative point of view as well. In the qualitative part of the research a clear difference was found between girls who excel in math and those who struggle. Those who excel have a clear vision for the future, are ambitious and have the support of their parents. Many of them seem shy to admit that they're good in math, they have less self confidence than their grades reflect. On the other hand, the girls who struggle at math have lost their self confidence in math. They lack interest and think math is boring. As a result they have given up on math and have stopped trying to improve. Among interesting results from the quantitative part of the research is that fathers seem to be more involved in math homework than mothers, and boys have a more negative attitude towards math than girls.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stelpur og stærðfræði M.Ed lokaeintak.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna