is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39044

Titill: 
 • Framhaldsskólar á grænni grein : upplifun og viðhorf framhaldsskólakennara til Grænfánastarfs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Grænfánaverkefnið í íslenskum skólum rekur upphaf sitt aftur til ársins 2001. Til að byrja með voru það helst leik- og grunnskólar sem tóku verkefnið inn í skólastarf en eftir nokkur ár hófu nokkrir framhaldsskólar og háskólar þátttöku. Fyrstu framhaldsskólarnir tóku Grænfánaverkefnið inn árið 2006 og í dag eru 17 framhaldsskólar í verkefninu á Íslandi.
  Rannsókn þessi fjallar um Grænfánastarf í framhaldsskólum og var markmið hennar tvíþætt. Annars vegar að skoða hvernig staðið er að innleiðingarferli verkefnisins Skólar á grænni grein í framhaldsskólum og hvernig unnið er með verkefnið í skólanum og hins vegar að kanna hvaða árangur kennarar sjá af verkefninu þegar kemur að umhverfisvitund og sjálfbærnihugsun nemenda. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn við átta framhaldsskólakennara sem koma að Grænfánastarfinu í framhaldsskólum.
  Í fræðilegum hluta verkefnisins er fjallað um þróun umhverfis- og sjálfbærnimenntunar, bæði hérlendis og í alþjóðasamfélaginu. Farið er yfir uppbyggingu og markmið Grænfánaverkefnisins og fjallað um helstu námskenningar sem falla að kennslu um umhverfisvitund og menntun til sjálfbærni.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kennurum finnst Grænfánastarfið mikilvægt og nær öllum finnst stuðningur vera góður við verkefnið í skólanum. Þeir eru ánægðir með innleiðingarferlið af hálfu Landverndar, sem sér um Grænfánaverkefnið á Íslandi. Mörgum þeirra finnst þó námsefnið sem unnið er með í verkefninu vera of grunnskólamiðað og aðlaga þurfi það eldri nemendum. Samkvæmt flestum kennurunum virðist ekki ganga nógu vel að flétta markmiðum Grænfánaverkefnisins inn í hefðbundnar námsgreinar. Beint samstarf við nemendur í verkefninu fer að langmestu leyti aðeins fram með nemendum sem starfa í umhverfisnefnd skólans. Ýmis fræðsla tengd Grænfánastarfinu fer þó fram í skólunum, oftast á svokölluðum umhverfisdögum. Almennt upplifa kennarar að umhverfisvitund og sjálfbærnihugsun hafi aukist, bæði hjá nemendum og starfsfólki skólans en tengja þá aukningu við að almenn þekking á umhverfismálum hafi aukist í samfélaginu.

 • Útdráttur er á ensku

  Eco-Schools is the largest global sustainable schools programme and has been incorporated into many schools in Iceland since 2001. In the beginning, preschools and primary schools were the main participants in the Icelandic programme, but when it expanded some secondary schools and universities became a part of it too. The first upper secondary school joined the programme in 2006 and today there are seventeen upper secondary schools participating in the programme.
  This thesis deals with the Eco-Schools programme in upper secondary schools in Iceland. The aim of the study is twofold. Firstly, to examine how the implementation process has been and how the schools deliver the Eco-Schools programme in their daily routine. Secondly, to examine what teachers believe the schools gained from the programme related to students’ environmental awareness and sustainability thinking. A qualitativ study was carried out, where eight upper secondary school teachers were interviewed.
  The theoretical part of the thesis deals with the development of environmental and sustainability education, both in Iceland and in the international community. The thesis reviews the structure and goals of Eco-Schools and discusses the educational theories in context with environmental awareness and education for sustainable education.
  The main result is that teachers believe the Eco-Schools programme to be important and most of them are happy with how the programme came about. They are satisfied with the implementation on behalf of Landvernd which conducts the Eco-Schools programme. However, most of the teachers believe that the learning material from Landvernd is too primary school oriented. According to most of the teachers it hasn’t been successful integrating the Eco-Schools’ goals into many subjects. Instead the work is carried out through the schools’ environmental committees that organize some Eco-Schools projects and environmental awareness usually on so called environmental days. In general, the teachers believe that knowledge in environmental issues has increased in Icelandic society and they believe that environmental awareness and sustainability thinking has risen both among students and school staff.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39044


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framhaldsskólar á grænni grein_Ólöf Harpa Jósefsdóttir.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna