Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/39045
Óheilbrigður lífsstíll barna og unglinga fer vaxandi með hverjum deginum og má þar helst nefna hreyfingarleysi og stigvaxandi offitu, sem kemur til vegna aukins skjátíma og óhollara mataræðis hjá börnum og unglingum. Samkvæmt Embætti landlæknis voru hjartasjúkdómar, heila- og æðasjúkdómar, sykursýki, Alzheimers sjúkdómur og nýrnasjúkdómar meðal helstu dánarorsaka Íslendinga á árunum 1996–2014. Hreyfing af einhverju tagi gerir öllum gott og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á beina fylgni milli aukinnar hreyfingar og almennt meiri lífsánægju. Regluleg hreyfing getur komið í veg fyrir sálfræðilegar raskanir tengdar þunglyndi, aukið hugræna getu, minnkað kvíða og streitu og þar með haft alhliða jákvæð áhrif á líffæri og líkamsstarfsemi.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með 60 mínútum af hreyfingu af meðalákefð til mikillar ákefðar á hverjum degi fyrir 5–17 ára og með því að fylgja þeim viðhelst heilsa einstaklingsins. Ef börn þjálfa eða hreyfa sig umfram ráðlagða hreyfingu, bætist þrek og þol þeirra. Norræna ráðherranefndin safnaði upplýsingum um heilsuvenjur á Norðurlöndum árið 2011 og höfðu Íslendingar hæsta hlutfall þeirra sem voru yfir kjörþyngd.
Hreyfing og næring gegna lykilhlutverkum hjá börnum á meðan þau þroskast og hvort tveggja hefur bein áhrif á þróun beinvaxtar, líkamslögunar og styrkingar ónæmiskerfisins. Rannsóknir sýna að börn af höfuðborgarsvæðinu hreyfðu sig oftar af mikilli ákefð en börn af landsbyggðinni. Um 13% fólks í heimum á við offituvandamál að stríða og um 3,2 milljónir manna láti lífið á hverju ári vegna ónægrar hreyfingar. Skjáfíkn spilar þar inn í en talið er að um 6% einstaklinga í heiminum þjáist af skjáfíkn. Frá 1990 til 2002 varð aukning á hreyfingarleysi og óhóflegri neyslu matar á Íslandi og gosdrykkja þrefaldaðist.
Skóli án aðgreiningar stendur fyrir grunn- eða framhaldsskóla sem kemur til móts við þarfir nemenda, bæði félagslegar og námslegar og hefur að leiðarljósi lýðræði, manngildi og félagslegt réttlæti í starfi sínu fyrir nemendur með sérþarfir. Í skipulögðu íþróttastarfi er ávallt komið til móts við einstaklinginn en til að mæta þörfum hans í skólaíþróttum ættu markmið æfinga að vera mismunandi fyrir getustig þeirra. Þeir sem eru lengra komnir og hafa meiri getu ættu að fá erfiðari markmið en þeir sem eru styttra komnir ættu að fá léttari markmið. Þegar nemendur bæta sig, breytast markmiðin og erfiðleikastigið eykst með hærra getustigi.
Lykilorð: íþróttakennsla, skóli án aðgreiningar, skólaíþróttir, hreyfingarleysi, offita, skjáfíkn, næring
The unhealthy lifestyle of children and adolescent is a growing problem where the main components are sedentary and obesity, which happen because of increased screen-time and unhealthy diet. According to the Public Health Institute of Iceland, the main causes of death were heart disease, cerebrovascular disease, diabetes, Alzheimer’s disease and kidney disease in 1996–2014. Any type of exercise has many health benefits and researches have shown correlation between increased exercise and life satisfaction. Regular exercise can prevent depressive disorders, increased cognitive abilities, decrease anxiety and stress and can have overall positive effect on organs and bodily function.
World Health Organization recommends 60 minutes of moderate and vigorous exercise for 5–17-year-old and by following them, the individual maintains their health. If children exercise more, they gain strength and stamina.
The Nordic ministry gathered information regarding health habits among the Nordic countries in the year 2011 and Iceland had the highest percentage of overweight individuals.
Exercise and nutrition play a key role in children ‘s health while they are developing and both directly affect bone development, body shape and strengthening of the immune system. Research has demonstrated that the children in the capital area of Iceland exercise more vigorously than children from rural areas. About 13% of all people suffer from obesity and about 3.2 billion people die every year because of sedentary. Screen addiction is one of the big factors and it is believed that about 6% of all individuals in the world suffer from screen addiction. From 1990 to 2002 were more people inactive and increase food servings in Iceland and consumption of soda tripled.
School without discrimination stands for elementary or middle school that meets the needs of the students, both socially, educationally and is guided by democracy, human values and social justice in its work for students with special needs. In sport programs, the individual’s needs are always met, but in order to meet the individual’s needs in the school setting, the objective for the workout should be differentiated for the individual’s capability. Those who have more ability and are more capable should have more demanding objectives, but those who are less capable will be given easier objectives. Once students improve, their goals change with more capability.
Key words: physical education, school without discrimination, sports, sedentary, obesity, screen addiction, nutrition
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BEd2019Ritgerðin-Stefanía Kristín.pdf | 477.36 kB | Open | Complete Text | View/Open |