Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39048
Læsi, lestur og lesskilningur eru hugtök sem flestir þekkja. Þeir sem vinna í skólasamfélaginu vita að þetta eru mikilvægir þættir í leik og starfi. Margt hefur áhrif á árangur í lestri og lesskilningi og má þar nefna til dæmis umskráningu, orðaforða og forþekkingu. Árangur íslenskra nemenda í PISA vekur fólk til umhugsunar um þetta efni enda er Ísland lægst af Norðurlöndunum í lesskilningi og virðist það ekki fara batnandi.
Til þess að nemendur nái sem bestum tökum á lesskilningi er gott að vera með fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hægt er að kenna nemendum aðferðir sem hjálpa þeim að þróa með sér góðan lesskilning. Til eru margar aðferðir og í þessu verkefni prófaði ég sjö aðferðir með nemendum mínum í 6. bekk grunnskóla. Ég framkvæmdi starfendarannsókn og prófaði aðferðirnar nokkrum sinnum og skrifaði hvernig gekk í hvert skipti. Samhliða var unnin handbók með hugmyndum af framkvæmd aðferðanna og verkefnum tengdum þeim. Markmið handbókarinnar er að fá kennara til þess að nýta fjölbreyttar kennsluaðferðir oftar í kennslustofunni og von mín er sú að handbókin reynist kennurum gott hjálpartæki í lesskilningskennslu sem þeir geta gripið í ef þá vantar hugmyndir. Auk þess tel ég að handbókin sé gagnleg fyrir kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref í kennslu.
Literacy, reading and reading comprehension are concepts most people are familiar with. Individuals who work in the school community know that these are important factors of play and work. There are many factors that influence reading performance and reading comprehension, such as decoding, vocabulary and previous knowledge. The accomplishment of Icelandic students in PISA make people contemplate on this subject, as Iceland is, amongst the Nordic countries, the lowest in reading comprehension and doesn´t seem to be improving. For students to master reading comprehension at best, it´s good to have a variety of teaching methods for them. Students can be taught methods that help them develop a good reading comprehension. There are many methods available and for this project I examined seven methods with my students in 6th grade. I implemented an action research, the methods were tested several times, and progress was written by me each time. In parallel, a manual was prepared with ideas for the implementation of the methods and projects related to them. The aim of the manual is to get teachers to dedicate a variety of teaching methods more often in the classroom and I hope that by creating the manual, teachers will have some tools to intervene if they need ideas. In addition, I believe that this is a good tool for individuals who are starting their career as teachers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjölbreyttar kennsluaðferðir efla lesskilning.pdf | 598.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Handbók_Læsi_Tanja.pdf | 1.21 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna |