is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3905

Titill: 
  • Áföll barna : hvert er hlutverk samfélagsins?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er sá að fræðast um og fræða aðra um áföll í lífi barna. Fyrsti kaflinn fjallar um áföll barna og hvað flokkast undir áföll barna. Það er ekki bara dauðsfall náins ástvinar sem flokkast undir áfall heldur getur það verið s.s. eins og skilnaður foreldra, flutningar fjölskyldunnar, langvarandi sjúkdómur í fjölskyldunni og margt fleira. En bara þessi fáu atriði sem hér eru talin geta orsakað gríðarlegt áfall hjá barni. Börn jafnt sem fullorðnir lenda í mismiklum áföllum á lífsleiðinni en öll lendum við í einhverjum áföllum, hjá því verður ekki komist. Annar kaflinn er um viðbrögð barna við áföllum. Þau geta verið margvísleg og ekkert ætti að koma á óvart í þeirri stöðu. Eftir að áfallið hefur átt sér stað fer barnið í gegnum sorgarferli. Það er mikið talað um að leyfa börnunum að gráta og tjá sig um tilfinningar sínar til að losa um og geta unnið sig úr sorginni. Aldur og þroski barna hefur áhrif á viðbrögð þeirra við áfallinu. Helstu viðbrögð sem börn sýna er þau verða fyrir áfalli geta verið bæði andleg og líkamleg og þau geta einnig haft veruleg áhrif á félagslegu hliðina. Þriðji kaflinn er um úrvinnslu barnsins eftir áfall og hvernig fullorðnir geta hugsanlega orðið að liði. Það tekur mislangan tíma að vinna sig út úr sorginni engir tveir eru eins. Fjórði kaflinn er um hlutverk samfélagsins og hvernig það getur brugðist við til að koma til móts við þarfir barnsins og undirbúið það fyrir lífið og tilveruna. Í dag eru skólar með áfallaráð sem er kallað saman þegar áfall ber að dyrum. Hlutverk þessa ráðs er að gera vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og af öryggi við þegar áföll eiga sér stað sem líkleg eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð. Lykilatriði er að til sé skýr og afdráttarlaus vinnuáætlun um hver sinni hvaða hlutverki, í hvaða röð og hvernig beri að bregðast við í hverju einstöku tilviki. Ýmsar stofnanir samfélagsins utan fjölskyldu og skóla geta líka haft jákvæð áhrif á mótun og þroska barna. Þátttaka í tómstundastarfi og áhugamál, s.s. tónlistarnám, íþróttir, kirkjustarf og önnur menningar- og félagsstörf hafa reynst hafa styrkjandi áhrif á sjálfsmynd, efla félagshæfni og einbeitingu. Þegar þessum þáttum er vel sinnt aukast líkur á því að börn verði hæfari til að takast á við áföll og erfiðleika í lífinu seinna meir.
    Lykilorð: Áfallaáætlun.

Samþykkt: 
  • 6.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meginmál.pdf243.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða, titilsíða og leiðsögukennari..pdf73.96 kBOpinnKápa, titilsíða PDFSkoða/Opna