Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39054
Meðaleinstaklingur á Íslandi í dag glímir við óhóflegan neysluvanda og fer hann sífellt vaxandi. Árið 2012 losaði að meðaltali hver Íslendingur sig við um 8 kg af textíl, en árið 2019 var talan komin upp í 20 kg á mann, aðeins sjö árum síðar. Þessi þróun er gríðarleg og í þessari ritgerð mun höfundur velta fyrir sér möguleikum um hvað hægt sé að gera til þess að minnka sóun almennings á textíl ásamt því að greina frá hugmyndum að uppvinnslu á þeim textíl sem nú þegar er til. Fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að textíl sem fellur til hér á landi. Farið verður yfir þeirra helstu verkefni sem að þeim málum snúa, ásamt því að rýna í hvað verður um textílinn sem ekki nýtist þeim hérlendis. Væri möguleiki á almennilegri endurvinnslustöð á Íslandi sem myndi þar af leiðandi skapa störf við sjálfbæra endur-framleiðslu á textíl, sem síðar ætti möguleikann á að nýtast sem verðmæti fyrir íslenskt efnahagskerfi? Tekið verður fyrir dæmi um unga hönnuði sem nálgast endurvinnslu og/eða uppvinnslu á textíl með ólíkum hætti. Þeir eru gott dæmi um hvernig framtíð fatahönnuða mun einkennast af endurnýtingu og sjálfbærni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Berglind_ritgerdBA_2020.pdf | 5,85 MB | Lokaður | Heildartexti |