Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39057
Meginumfjöllunarefni ritsmíðar þessarar er annars vegar hugtakið hlutdeild samkvæmt 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl.) og hins vegar hugtakið samverknaður samkvæmt 2. mgr. 70. gr. hgl. Álitamál geta verið uppi um hvort háttsemi tveggja eða fleiri manna í afbrotum teljist til hlutdeildar eða samverknaðar. Talsverðu máli getur skipt undir hvort hugtakið háttsemi fellur þar sem hlutdeild getur almennt leitt til refsilækkunar en samverknaður til refsiþyngingar. Í því skyni að fá sem gleggsta mynd af því hvar mörkin liggja er rýnt í fyrirliggjandi dómaframkvæmd íslenskra dómstóla og af þeim dregnar ályktanir. Litið verður til dóma Hæstaréttar og Landsréttar í málum er varða stórfelldan innflutning á fíkniefnum, stórfelld þjófnaðarbrot, stórfelldar líkamsárásir og manndrápsmál. Af dómafordæmunum má helst ráða að mörkin milli hlutdeildar og samverknaðar eru hvað ógleggst þegar aðilar skipta niður með sér verkum. Reynir þá á hvort háttsemi viðkomandi teljist til hlutdeildar í aðalverknaði eða hvort um verkskipta aðild sé að ræða og þar með samverknaður.
This thesis examines the concepts of “participation” within Article 22 and “collaboration” within Article 70, paragraph 2, of the General Penal Code no. 19/1940. Questions often arise whether the involvement of two or more individuals in a crime is to be deemed “participation” or “collaboration,” with the distinction being important: Participation generally leads to a reduced sentence whereas collaboration commonly results in an increased sentence. Judgments of the Supreme Court and the Landsréttur Appeal Court concerning cases of grand theft, drug importation, murder, and aggravated assault were examined to compare conduct deemed as “participation,” on the one hand, and “collaboration,” on the other. Case law suggests that the boundaries between the two concepts are most blurred in cases where participants divide work among themselves. In such cases, judges must consider whether the perpetrator was involved in the primary offense or whether perpetrators divided tasks among themselves and, thereby, collaborated.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mörk hlutdeildar og samverknaðar.pdf | 578,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |