is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39058

Titill: 
 • Er ástæða til að gera tálmun refsiverða? : um rétt barna til að umgangast báða foreldra
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um umgengni og umgengnistálmanir. Markmiðið með henni er að komast að því hvort refsing ætti að vera við tálmun eða takmörkun á umgengni, líkt og lagt er til að gert verði með frumvarpi til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002. Frumvarpið hefur alls verið lagt fram fjórum sinnum. Í fyrsta skipti var því hafnað og í tvö næstu skipti náði það ekki fram að ganga. Það var því aftur lagt fram á 151. löggjafarþingi (123. mál þingsins) en hefur enn ekki hlotið afgreiðslu. Frumvarpið hefur verið mjög umdeilt og margar umsagnir borist varðandi það.
  Í upphafi verður því fjallað um réttindi barnsins, umgengni og forsjá barns og auk þess verða þvingunarúrræði sýslumanns til að koma á umgengni skoðuð. Að lokum verður farið yfir frumvarpið sjálft auk greinargerðar með því og þær umsagnir sem borist hafa síðan frumvarpið var fyrst lagt fram á 146. löggjafarþingi (426. mál). Með ritgerðinni vonast höfundur til að komast að niðurstöðu um það hvort refsing vegna umgengnistálmanna eða takmarkanna á umgengni sé barni fyrir bestu.

 • Útdráttur er á ensku

  This dissertation is about visitation and decreased frequency of visitation. The objective is to determine whether there should be a penalty for obstruction or restriction of visitation, as proposed with a bill to amend the Child Protection Act no. 80/2002. The bill has been presented a total of four times. It was rejected the first time, and the second two times it failed to pass. It was therefore resubmitted to the 151st Legislative Assembly (123rd case of the Assembly) but has not yet been dealt with. The bill has been very controversial and many comments have been received about it.
  At the beginning children’s rights, visitation, and custody of children, will be discussed, as well as the district commissioner´s coercive measures to establish visitation will be examined. Finally, the proposed legislation will be looked into, as well as a report with the proposed legislation and the commentaries that have been received since the bill was first submitted to the 146th Legislative Assembly (case 426). With the dissertation the author hopes to come to conclusion as to whether the punishment for the decreased frequency or prevention of visitation is in the best interest of the child.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er ástæða til að gera tálmun refsiverða?.pdf591.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna