is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39059

Titill: 
  • Safn í hljóði : listrannsókn á hljóðheimi listasafns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvernig er hægt að tjá upplifun sína af rými? Þetta er listræn rannsókn sem skoðar hugtök frá heimspekingnum Guðbjörgu R. Jóhannesdóttur um „fagurferðileg augnablik“ og „innra landslag líkamans“ og setur þau í samhengi við upplifun og rannsóknir á lifuðum veruleika. Í því samhengi er einnig rætt um „aðstæðnatilfinningu“ Páls Skúlasonar heimspekings. Ritgerðin notfærir sér ritun til þess að skoða þau tilfinningalegu ferli sem einstaklingur getur farið í gegnum til þess að komast nær upplifun sinni af umhverfinu og hvernig hún getur fundið leiðir til þess að tjá hana. Textinn sjálfur er hluti af rannsókninni og úrvinnslunni sem þarf að eiga sér stað til þess að geta myndað kerfisbundna hugsun af sköpunarferlinu þegar það á við. Í því samhengi er rætt um hvernig má nota hugtakið „kortlagning“ til þess að koma reglu á sköpunarferlið, sérstaklega er talað um hljóðkortlagningu og hversu hált það hugtak er í samhengi við það að reyna að kortleggja eigin upplifun á hljóðumhverfi án þess að gera sér grein fyrir mikilvægi fótfestunnar sem lifuð líkamleg upplifun þarf að veita. Innan tónlistar getur líf og starf Pauline Oliveros verið sú leið að þeirri fótfestu og veitt vísbendingar um hvernig hægt er að halda i einlægni þrátt fyrir (oft á tíðum) uppáþrengjandi kröfur samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39059


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgBergthoraVOR2021.pdf405.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna