is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39061

Titill: 
  • Fullorðnir ráða en börnin líka : er vilji barna virtur að vettugi í málum er varða þau fyrir íslenskum dómstólum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölskylduform hafa tekið stakkaskiptum á undanförnum árum, sem hefur það meðal annars í för með sér að sum börn alast ekki upp hjá báðum kynforeldrum sínum. Þetta getur verið í kjölfar slita á hjúskap eða sambúð, eða þá að foreldrar hafa aldrei verið saman. Mál sem varða börn eru viðkvæm og vandasöm og erfitt getur verið að leysa úr þeim. Ljóst er að þegar samvinna og sátt er á milli foreldra á barnið farsælt uppeldi fyrir höndum. Þetta er því miður ekki alltaf raunin og til eru dæmi um börn sem lenda á milli í deilum foreldra sinna og verða að ágreiningsefni þeirra. Réttur barna er skýr og foreldrar eiga að vernda hann og virða.
    Markmið ritgerðarinnar er að svara spurningunni um hvort vilji barna sé hafður að vettugi í málum er varða þau fyrir íslenskum dómstólum. Íslensk barnalöggjöf hefur gjörbreyst á undanförnum eitt hundrað árum og hefur réttur barna verið styrktur þegar kemur að vilja þeirra og tjáningu, sem þýðir að réttur þeirra til að tjá sig í málum er varða þau hefur aukist og taka á tillit til sjónarmiða þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The family structure has greatly evolved over years. Because of this, some children do not grow up with both of their biological parents. This can be because of a dissolution of a marriage or cohabitation, or the parents were never together in the first place. Cases involving children are sensitive and can be difficult to navigate. When parents are in an agreement, the child will have prosperous upbringing. This is not always the case. Some children end in the middle of their parent’ disagreement and become objects in a tug of war. The rights of the child are clear, and parents are to respect and protect it. The goal of this thesis is to answer the question if the wishes of children are being disregarded in cases that have a direct affect on their lives in the Icelandic court system. The Children Act has changed significantly over the last century. The rights of children have been strengthened when it comes to their will. That means that their rights to express their will in cases concerning them has increased, and their points of view need to be taken into consideration

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39061


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fullorðnir ráða en börnin líka. SKILA.pdf565.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna