is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39063

Titill: 
  • Áhrif og upplifanir af hljóðvist í arkitektúr : með heyrnarskerta í fyrirrúmi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa ritverks er þáttur hljóðvistar í tengslum við byggingar og rými og áhrif þess á manneskjuna þar sem heyrnarskertir eru hafðir í fyrirrúmi. Höfundur er heyrnarskertur og beitir þeirri aðferð að nýta eigin reynslu og upplifun á hljóðheiminum ásamt því að taka viðtöl við þrjár manneskjur sem einnig hafa skerta heyrn. Vitnað er í ýmsar rannsóknir og heimildir á þessum vettvangi og reynt að máta þær niðurstöður við persónulega reynslu höfundar. Farið er yfir ýmsar lausnir sem standa til boða í átt að bættri hljóðvist ásamt því að skoða hvaða hlutverki arkitektinn gegnir í hönnun hljóðvistar. Helstu niðurstöður þessarar skoðunar eru í stuttu máli þær að áhrif hljóðvistar eru margþætt en hún getur meðal annars dýpkað upplifunina á byggingarlistinni og haft áhrif á tilfinningar og skap. Hávaði getur þar að auki haft hamlandi áhrif á líkamlega og andlega heilsu og því er það þýðingarmikill þáttur í hönnunarferli að leita lausna til þess að halda hávaða í skefjum. Þar er arkitektinn verkefnisstjóri sem leitar aðstoðar hljóðhönnuðar og saman eiga þeir gott samtal á frumstigi hönnunar. Þannig má skapa umhverfi sem tekur mið af öllum skynfærum, endurspeglar fjölbreyttar þarfir einstaklinga og stuðlar í senn að bættri andlegri og líkamlegri heilsu allra.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39063


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
birtafonn_ritgerdBA_2020.pdf438.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna