Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39064
Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hver réttindi skipverja eru til greiðslu skaðabóta verði þeir fyrir líkamstjóni við störf sín. Störf skipverja eru talin vera mjög áhættusöm og því getur verið afar mikilvægt fyrir skipverja sem verður fyrir líkamstjóni við starf sitt að fá greiddar skaðabætur úr slysatryggingu sjómanna. Um bótagrundvöll skipverja gildir hin hlutlæga ábyrgðarregla sem lögfest var í 1. mgr. 172. gr. siglingalaga nr. 34/1985 árið 2001, eftir uppkvaðningu úrskurðar gerðardóms, eftir harða baráttu sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Breytingarnar fólu m.a. í sér að fjárhæðir slysatryggingar sjómanna sem falla undir ákvæðið eru þær sömu og kveðið er á um í skaðabótalögum nr. 50/1993. Með lögfestingu þessara reglna varð réttarstaða skipverja í skaðabótamálum því mun betri en hún hafði verið fram að úrskurðinum, þar sem hlutlæga skaðabótareglan byggist ekki á sök, þar af leiðandi þarf tjónþoli ekki að sanna að rekja megi tjónið til saknæmrar háttsemi tjónvalds.
Á útgerð hvílir sú skylda að slysatryggja alla skipverja sína samkvæmt ákvæðum siglingalaganna. Hins vegar þarf sá skipverji sem fyrir líkamstjóni verður við starf sitt, að geta sýnt fram á að hlutlæg ábyrgðarregla 172. gr. siglingalaganna eigi við um tjónið sem hann varð fyrir. Til að ná fram markmiði ritgerðarinnar verða ákvæðum siglingalaganna gerð nánari skil, með því að skoða hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að reglan gildi um tjónsatvikið. Þá verður einnig gerð grein fyrir þeim atriðum er kunna að hafa áhrif á það að skipverji geti misst rétt sinn til skaðabóta úr slysatryggingu sjómanna að öllu leyti eða aðeins að hluta til.
The main purpose of this essay is to explain mariners’ rights to compensations for those who have occupational accidents. The work mariners often need to do on their ships, can be very difficult and dangerous, therefore it is very significant for those mariners who have an accident at work to receive equitable compensations because of that. The objective tort rule applies to the basis compensation for marines, the rule was enacted legislated in the Icelandic Maritime Act, article 172 of the Maritime Act No. 34/1985. The law was finally enacted by an arbitral tribunal, after hard labour struggle between mariners and fisheries operators. These changes included for example, that the amounts of accident insurance for mariners covered by the law should be the same as stated in the Act No. 50/1993. With this legislation, the mariner’s right to compensation was much preferable and fairer, because the mariner does not need to proof that the accident is not caused by a criminal act.
According to the Maritime Act, fisheries operators have duty to insure all their mariners crew against accidents. Marines who have occupational accident and intends to base their claim for damages on the objective tort rule, must be able to demonstrate that article 172 of the Maritime Act No. 34/1985, applies to the accident. To achieve the goal of this essay, the article 172 of the Maritime Act will be discussed in more details, as in what conditions must be fulfilled so the rule can apply to the accident. It will also be explained the factors that may affect the marine’s loss of their right to compensation from fisheries operators’ accidents insurance in part or all of them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skaðabótaréttur skipverja lokaeintak.pdf | 637.03 kB | Lokaður til...14.05.2141 | Heildartexti |