is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3907

Titill: 
  • Samanburður á afkastagetu og íþróttaástundun nemenda í 10.bekk grunnskóla og útskriftarárgangs í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna líkamsástand og íþróttaástundun nemenda í 10. bekk Vallaskóla á Selfossi og nemenda á lokaári í Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu). Markmiðið var jafnframt að bera saman þessa tvo nemendahópa og kanna hvort marktækur munur sé á líkamlegu atgerfi nemenda og íþróttaástundun við lok þessa tveggaj skólastiga. Mælingar á þoli og liðleika voru meðal annars gerðar til að skoða þennan mun. Spurningakönnun var einnig lögð fyrir nemendur á báðum skólastigum, bæði um almenna íþróttaástundun sem og almenna hreyfingu. Markmiðið með spurningalistakönnuninni var að athuga hvort ákveðnar lífsstílsbreytingar hefðu gert vart við sig sem hægt væri að greina milli þessara tveggja hópa.
    Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemur í ljós að nemendur í Vallaskóla eru að meðaltali með betri þoltölu og liðleika en nemendur í FSu. Aftur á móti eru nemendur í FSu að meðaltali handsterkari en nemendur í Vallaskóla. Stúlkur í FSu voru marktækt handsterkari í FSu en stúlkur í Vallaskóla. Ekki var munur á niðurstöðum pilta í sömu mælingu. Þegar kemur að íþróttaástundun virðast nemendur í Vallaksóla stunda meiri íþróttir með íþróttafélagi en nemendur í FSu leggja meiri stund á almenna líkams- og heilsurækt. Einnig kemur í ljós að rúmlega helmingur nemenda í FSu og Vallaskóla eru keyrð eða keyra í skólann alla daga.
    Lykilorð: Afkastageta, íþróttaástundun, útskriftarárgangur í framhaldsskóla, grunnskólanemar í 10. bekk.

Samþykkt: 
  • 6.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokauppkast SEINASTA.pdf845.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
HordurBjarnason_forsida.pdf44.26 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna