is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39071

Titill: 
  • BITCHTERHOOD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Greinagerð þessi er skrifuð samhliða ferli á dansverkinu BITCHTERHOOD. Ferlið er sett í samhengi við hugmyndafræði Söru Ahmed og Carol Hanisch um feminisma í daglegu lífi. Ég velti upp hvernig hægt sé að setja þeirra feminísku hugmyndafræði í framkvæmd. Ég ræði mín viðhorf og hvernig ég nota feminisma í sjálfsvinnu og til þess að hrista upp í úreltu kerfi sem er við lýði í mínu umhverfi. Þetta kalla ég persónulegan feminisma og í greinagerðinni skilgreini ég þá hugmynd. Rannsóknin snýst um hvort hægt sé að nota sviðslistir sem vettvang til að framkvæma feminíska hugmyndafræði. Í ferlinu var tekinn innblástur frá aðferðafræði og nálgun Gígju Jónsdóttur, The Post Performace Blues Band, Höllu Ólafsdóttur, Eliisu Erävalo og Önnu Kolfinnu Kuran. Farið er yfir aðferðafræði þessara listakvenna og því lýst hvernig hún var nýtt. Viðtöl við þátttakendur gefa innsýn í það hvernig ferlið gekk og hvað það gerði fyrir þær.Við komumst að því hvað virkaði til að valdefla konurnar fimm sem tóku þátt. Það var mikilvægt að byggja upp traust, það gerðum við m.a. með ritúölum sem sköpuðu systrasamlagið sem ríkti á milli okkar. Að vinna með pönk gaf dönsurunum vetvang til að vera ófullkomnar en samt taka pláss og tjá skoðanir. Til þess að ná þessu fram hjálpaði mikið að vinna með alter-ego. Við lékum okkur á línunni að vera stelpulegar en samt með vald og veltum fyrir okkur hvort hægt væri að gera bæði á sama tíma. Megin markmiðin voru að gefa dönsurunum vettvang til feminískrar valdeflilngar og að þeim myndi líða vel á sviðinu.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BITCHTERHOOD.skemman.pdf359.05 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna