Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39073
Þunglyndi er sjúkdómur sem getur haft gríðarlegar neikvæðar afleiðingar í för með sér, ekki aðeins fyrir þann sem er með sjúkdóminn, heldur einnig fyrir þá sem standa honum næst. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun og líðan aðstandenda einstaklinga með þunglyndi, sem og hvaða bjargráð þeir nýta sér, með það að leiðarljósi að auka þekkingu á stöðu þeirra. Margar rannsóknir hafa kannað áhrif þunglyndis á einstaklinga sem bera sjúkdóminn en síður hefur sjónum verið beint að upplifun aðstandenda þunglyndra einstaklinga. Sett var fram eftirfarandi rannsóknarspurning: Hver er upplifun og líðan aðstandenda einstaklinga með þunglyndi og hvaða bjargráð hafa þeir nýtt sér? Rannsókn þessi er byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem notast er við tilgangsúrtak. Gagna var aflað með hálf opnum viðtölum við fjóra aðstandendur einstaklinga með þunglyndi, nánara tiltekið maka þeirra. Niðurstöður sýndu fram á neikvæða upplifun aðstandenda sem fólst í neikvæðum tilfinningum, tengslarofi, meðvirkni og aukinni byrði aðstandenda. Bjargráð voru í formi forðunar þar sem aðstandendur nýttu sér ýmsar aðferðir til þess að láta sér líða betur og til að forðast streituvaldandi aðstæður. Einnig beittu aðstandendur nálgunar bjargráðum í formi fræðslu, stuðnings og annarra úrræða sem í boði voru fyrir aðstandendur.
Depression is a disease that can have serious negative consequences, not only for those who are struggling with the disease but also for those closest to them. The main goal of the study is to shed light on the experience and well-being of the family of individuals with depression and what coping strategies they use, with the aim of increasing knowledge of the situation of those closest to a depressed person. Many studies have examined the effects of depression on the depressed individual, but less attention has been paid to the experiences of those who are close to a depressed person. The following research question was posed: What are the experiences and feelings of those closest to a depressed person and what coping strategies do they use? This study is based on a qualitative research method using a purposive sample. Data was obtained through semi-open interviews with four spouses of individuals with depression. The results showed negative experience of family which consisted of difficult feelings, disconnection, co dependence and increased burden. Coping strategies were on one hand in the form of avoidance where family used various methods to feel better or to avoid stressful situations. On the other hand with approach coping in the form of education, support and other resources available to the family.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hinir þöglu þolendur þunglyndis - Upplifun og bjargráð aðstandenda einstaklinga með þunglyndi.pdf | 1.22 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |