is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39074

Titill: 
 • Áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd mæðra : glansmynd samfélagsmiðla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar er að kanna hvort samfélagsmiðlar hafi áhrif á sjálfsmynd mæðra. Hin svokallaða glansmynd er það sem setur fordæmi og óraunhæfar kröfur á samfélagsmiðlum í garð mæðra. Samfélagsmiðlar geta verið af allskonar toga og haft mismunandi markmið. Einstaklingar geta valið hvaða miðla þeir vilja nýta og hvað þeir vilja skoða á sínum miðlum. Áhrifavaldar nýta miðla sína til að auglýsa vörur eða vörumerki og fá í staðinn vörur eða tekjur. Mæður eiga það til að bera sig saman við aðra á miðlum sínum. Þessi samanburður getur verið bæði við aðra í svipaðri stöðu og við þær sjálfar eða áhrifavalda. Samanburðurinn getur verið af jákvæðum eða neikvæðum toga og geta mæðurnar valið hvað þær vilja skoða og hverjum þær vilja fylgja í daglegu lífi. Þar sem allt sem tengist samfélagsmiðlum fer fram í gegnum internetið erum við ekki að hitta einstaklingana augliti til auglitis og getur því verið að það sem við sjáum á miðlunum samræmist ekki alltaf því sem á sér stað í raunveruleikanum. Hægt er að eiga við myndirnar og myndbrotin ásamt því að taka það frá réttu sjónarhorni og með réttri lýsingu. Helstu niðurstöður þessara ritgerðar leiddu í ljós að samfélagsmiðlar geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á mæður. Jákvæðu áhrifin eru þegar þeir sem við fylgjumst með á miðlum okkar hafa hvetjandi áhrif á okkur. Þá skapar það hvatningu að vilja gera betur og að skapa sér markmið til að ná því. Neikvæðu áhrifin eru hins vegar þegar við berum okkur saman við aðra og það skilar sér í lélegu sjálfsmati og að mæðrunum finnst þær ekki vera að standa sig nógu vel. Það getur verið slæmt fyrir móðurina að finnast hún ekki vera að standa sig nógu vel og að hún geti gert betur. Samanburðurinn getur hins vegar einnig verið af jákvæðum toga þegar móðirin upplifir að hún sé að gera vel eða að gera betur en einhver annar. Það getur hins vegar einnig verið slæmt, því þá veit hún að það er einhver annar sem er ekki að gera nógu vel og að það dregur úr sjálfsmynd þeirrar móður.
  Lykilhugtök: samfélagsmiðlar, sjálfsmynd, mæðrahlutverkið, félagslegur samanburður, glansmynd

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to examine whether social media influences the self-image of mothers. The glamour shot is a photo that sets unrealistic demands on social media that other mothers try to live up to. There are many different kind of social media pages that have different goals. Individuals can choose which media they want to use and what they want to view on that media. Social media influencers use their media to advertise products or brands and get product or revenue in return. It can be difficult for mothers to view social media of other mothers that are influencers because they tend to make everything look better around them. Mothers tend to compare them selfs to others on the internet. This comparison can both be with others in a similar position as themselves or to influencers. The comparison can be both positive and negative and the mothers can choose what they want to examine on the media and who they want to follow in their daily lives. Since everything related to social media takes place on the internet, we do not meet individuals face to face so what we see on the media does not always correspond to what is happening in real life. The users can change their pictures and videos with filters as well as taking the photos from the right angle. The main results of this essay showed that social media can both have positive and negative effect on mothers. The positive effect is when the person we are following on social media motivates us and the motivation can make us to do better and to create goals we want to achieve. However the negative effects are when we compare ourselves to others which results in poor self esteem and makes mothers feel like they are not doing good enough. It can be bad for mothers to feel that they are not doing good enough and that they can do better. However this comparison can also be positive when mothers feel that they are doing well enough or doing better than someone else. This can however also be bad because then they know the other mother is not doing well enough and that can reduce that mothers self-esteem.
  Key words: social media, self-esteem, motherhood, social comparison, glamour shot

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif samfélagsmiðla á sjálfsmynd mæðra.pdf346.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna