is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39077

Titill: 
 • Kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni við aukið álag hjá íþróttafólki í einstaklingsíþróttum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Fyrrum rannsóknir höfðu sýnt fram á að íþróttafólk í einstaklingsíþróttum sýnir frekar fram á kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni heldur íþróttafólk í liðsíþróttum. Fáar rannsóknir höfðu skoðað álagseinkenni íþróttamanna í einstaklingsíþróttum og áhrif þess á kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni.
  Markmið/tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða álag hjá íþróttafólki í einstaklingsíþróttum. Skoðað var meðaltal og algengi á kvíða, streitu og þunglyndiseinkenna á milli náms, vinnu, keppnisstigi, æfingamagns og æfingatíma ásamt öðrum bakgrunnsbreytum. Skoðað var síðan fylgni á milli heildarskors á kvíðaeinkennum og streitueinkennum við sérstökum þunglyndiseinkennum.
  Aðferð: Notast var við þversniðskönnun. Þátttakendur rannsóknarinnar voru íþróttafólk í einstaklingsíþróttum á Íslandi (n=187), 18 ára og eldri. Mælitækin sem voru notuð voru Patient health questionnaire (PHQ-9), General anxiety disorder (GAD-7) og Perceived stress scale (PSS-4).
  Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að munur var á milli ákveðna hópa hjá íþróttafólki í einstaklingsíþróttum. Konur sýndu fram á hærra skor á einkennum við þunglyndi og kvíða heldur en karlar. Þeir sem voru yngri en 30 ára og æfðu í 15 tíma eða meira sýndu fram á flest streitueinkenni. Þeir sem voru í ekki í vinnu eða afrekshóps sýndu fram á fleiri kvíðaeinkenni heldur en þeir sem voru í vinnu eða afrekshóp. Sterkt og miðlungs jákvæð fylgni var á milli heildarskors á kvíðaeinkennum og sérstökum þunglyndiseinkennum.
  Ályktun: Fyrri rannsóknir höfðu sýnt fram á að einstaklingsíþróttfólk sýni fram á verri andlegan líðan heldur en liðsíþróttafólk. Fáar rannsóknir höfðu hinsvegar sett fram áhættuþætti fyrir verri andlegan líðan. Að takmarka þá hópa sem eru í áhættu á kvíða, streitu og þunglyndiseinkennum getur verið mikilvægt svo það sé hægt að hjálpa þeim hópum frekar.
  Lykilhugtök: Kvíði, streita, þunglyndi, íþróttafólk og andleg heilsa

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð - LOKAskil- Aron Snær Júlíusson.pdf545.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna