is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39079

Titill: 
  • Skynörvunarstefnan í ljósi upplifana af samruna manneskju og náttúru : útvíkkuð skilgreining skynörvunarstefnunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Manneskjan hefur ákveðið að hún sé ekki hluti af náttúrunni. Hún lítur frekar á sig sem guð á jörð, þrátt fyrir að vera jafn náttúruleg sjálf og hvert annað fyrirbæri. Hún á skringilegt samband við það sem hún kallar náttúra, og er mögulega örlítið afbrýðisöm út í hana. Í þessari ritgerð er sú tillaga könnuð hvort að í manneskjunni dvelji einhver óuppfyllt ósk um að sameinast náttúrunni í bókstaflegri og líkamlegri merkingu, líkt og talað er um að fólk upplifir í skynörvandi (e. psychedelic) upplifunum. Hér eru frásagnir fólks um skynörvandi upplifanir sínar bornar saman við hversdagslegar gjörðir manneskjunnar, sem eru svipaðri en þær virðast við fyrstu sýn. Hér er einnig athugað hvort ekki megi víkka skilgreiningu skynörvunarstefnunnar (e. psychedelia) til þess að innihalda listaverk sem sýna samruna manneskju og náttúru, þar sem sá samruni er síendurtekin grunnhugmynd í frásögnum af skynörvandi upplifunum, ásamt því að virðast vera ómeðvitað markmið manneskjunnar yfir höfuð.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39079


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bragi_Hilmarsson_-_BA_Ritgerd_og_Greinargerd_-_2021.pdf3.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna