is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39080

Titill: 
 • Titill er á ensku Assessing the effects of “Gamma music” on memory
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Heilinn er einstaklega margslungið líffæri, sem meðal annars þjónar þeim tilgangi að hýsa
  minnið. Þegar virknin í heilanum virkar eins og samstilltar sveiflur, kallast það heilabylgjur
  og eru þær flokkaðar eftir tíðni þeirra. Sérstakur áhugi var fyrir gamma bylgjum, þar sem
  tíðnin sveiflast á milli 30-100 Hz (Bear et al., 2016; Jia and Kohn, 2011; Tichko et al., 2020).
  Samkvæmt rannsóknum hafa gamma bylgjur í heilanum margvísleg áhrif og eru truflanir á
  þeim algengar í ýmsum sjúkdómum t.d. geðklofa (e. schizophrenia) og öðrum
  lyndisröskunum (e. mood disorders) (Gonzales-Burgos et al., 2015; Fitzgerald and Watson,
  et al., 2018). Í þessari rannsókn skoðuðum við því sem haldið er fram á ýmsum vefsíðum og
  bloggum hjá t.d. Diaz (2019) um að gamma bylgjur séu tengdar jákvæðum áhrifum á
  endurheimt, hamingju og einbeitingu, þessi áhrif á að vera hægt að örva með sérstakri tónlist
  sem einblínir á að örva gamma bylgjur. Sérstaklega veltum við því fyrir okkur, hefur gamma
  bylgju tónlist áhrif á minnið?
  Vegna aðstæðna í samfélaginu (COVID-19) þurfti þessi rannsókn að vera gerð á Internetinu.
  Þátttakendur voru fengnir í gegnum síðuna Prolific og voru 59 einstaklingar (n=59) sem
  kláruðu rannsóknina en taka þurfti hana í tveimur lotum. Þeim var handahófskennt raðað
  niður í þrjá hópa og allir látnir lesa tvær smásögur og svara satt eða ósatt spurningum upp úr
  þeim en einnig reyna leggja á minnið nokkur orð úr stuttum orðalista. Á meðan á rannsókn
  stóð fékk einn hópur gamma tónlist, einn hópur fékk hljóðfæratónlist (ekki gamma) en þriðji
  hópurinn fékk enga tónlist til að hlusta á. Núlltilgátan var sú að gamma tónlist hefur engin
  áhrif á minni. Bayes þátturinn sem notaður var sem stöðvunar viðmið við gagnasöfnun var 3
  með eða á móti núlltilgátunni.
  Niðurstöður úr fyrri og seinni lotunni voru svipaðar og sýndu fram á engan marktækan mun á
  milli hópa. og því er hægt að segja gamma tónlist hafa engin áhrif á minni. Niðurstöður okkar
  rannsóknar gefa til kynna, í þessu samhengi, að tónlist sem á að auka gamma bylgjur
  hafi engin áhrif á frammistöðu minnis.

 • Útdráttur er á ensku

  The human brain is an extremely complex biological structure that, amongst other functions,
  serves as the substrate of human memory. When brain activity fluctuates in a synchronised
  manner, the result is brain rhythms or waves, which are defined by the frequency of this
  activity. Of particular interest are gamma waves, which occupy frequency ranges from 30-
  100 Hz (Bear et al., 2016; Jia and Kohn, 2011; Tichko et al., 2020). According to the
  literature gamma waves have different kinds of effect, and disturbances in gamma wave
  activity have been found in many diseases (e.g., schizophrenia and mood disorders;
  Gonzales-Burgos et al., 2015; Fitzgerald et al., 2018). In the study reported here, we
  addressed the claims made on a variety of lay blogs and websites (e.g., Diaz, 2019) that
  gamma waves are associated with positive effects on recall, happiness, and focus, and that
  these effects can be induced by certain types of music purporting to stimulate gamma-wave
  activity. In particular, we asked: Does “gamma wave” music have an impact on memory?
  We conducted an online experiment (necessitated by the circumstances resulting from the
  COVID-19 pandemic) to test this possibility. Participants were recruited through the online
  research platform Prolific and 59 participants completed the study across two experimental
  sessions. They were randomly allocated into three groups and had to read two short stories
  (followed by with true and false questions about the stories’ contents) along with completing
  a word recognition task. One group listened to gamma music while learning both sets of
  materials, one listened to control (non-gamma) instrumental music, and a third group did not
  listen to any music. The null hypothesis was that gamma music has no effect on memory. The
  Bayes factor used as our stopping criterion for data collection was a value of 3 in favour of,
  or against our null hypothesis.
  Results from the first and second session were very similar and showed evidence against any
  differences between the groups. Our study thus suggests that, at least in this context, music
  purporting to induce gamma activity has no effect on memory performance.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39080


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Assessing the effects of “Gamma music”.pdf400.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna